Frábært!

Þá get ég spilað tölvuleiki langt fram á þessa öld Grin

Kannski komist út í geim sem túristi. 

Séð Bush kosinn sem versta forseta allra tíma. 

Hlegið að bíladellu gaurum þenja rafmagnsbíla.

Prófa viagra.

Verið með Robot þjóna.

Barist í Toaster Meatbag stríðinu.

Verið með Robot þræla.

Horft á tungl nýlenduna í gegnum sjónauka.

Fylgst með þegar Google tekur yfir jörðina sem stóri bróðir.

Fylgst með þegar Duke Nukem Forever verður gefinn út. 

Verið vitni að því þegar pop tónlist verður bönnuð.

Forðast morðtilraunir barna minna, því ég mun lifa að eilífu, með mína geimdollara!


mbl.is Lífslíkur karla batna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirsögn

Jæja, mér drulluleiðist hérna í vinunni klukkan hálf 10. Ekkert að gera, himinninn grár og það er rigning.
Ég er farinn að sakna sumarsins og lágu gengi Japanslt yens og Swissneskra franka. En það er allt í lagi af því að ég er awesome.

Ég meira að segja tel að ákvörðun sé komin varðandi eldhúsinnréttinguna. Hún verður keypt í IKEA. Eldri innréttingin verður rifin niður með kúbeini sleggju svita og fúkyrðum. Held að einhver bjór verður líka við hendina. Þetta verður stuð. Leigður verður einhver bíll og draslinu hent í Sorpu, nýja rifin upp á mettíma og svo flísarnar keyptar seinna... kannski ofninn líka... og þvottavélinn.... verð að kaupa ofninn... hmm... tek þetta í léttgreiðslum barasta.


Ef ég man rétt þá verður ný Futurama mynd gerð á næstunni. Fyrir þá sem vita ekki þá er ein þegar til, Benders big score. Hún var fín. Ekkert meistaraverk. Held nú að það sé fremur erfitt að gera 1 og hálfs tíma kvikmynd um teiknimyndaþætti sem eru venjulega 20 mín.

Hvar eru vörubílstjórarnir?

Geta þeir ekki myndað langar raðir við N1 bensínstöðvar í dag?
Flautað og verið með almenn læti, fyllt tankinn og látir lífsæðar borgarinnar vera í einn dag.

Þeir vildu ódýrara bensín og hér er ódýrt bensín. Þó það dugi nú bara í einn í dag. 


mbl.is N1 veitir 25 króna afslátt á eldsneytisverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

American Idol og annað stöff

<rant> Ég hata American Idol. En kærastan hefur gaman að því. Ég myndi kannski getað lifað þetta af ef þetta væru ekki tveir þættir af sama sorpinu í röð. Hræðilegir þættir, endalausir skrækir í aðdáendum og söngvurum. Slappt lagaval þátttakenda og svo þekkir meira en helmingurinn ekki lögin sem þeir syngja, hvorki áhorfendur né þátttakendur. Og pop er ömurlegt. Ég kýs frekar Rock Star.

Idolið eyðileggur algjörlega sjónvarpsgláp á mánudögum. Ekki hægt að horfa á neitt að viti í næstum tvo tíma milli átta og 10.
Ég neyddist til að horfa á þetta í kvöld. Kærastan er lasinn og ég má ekki flýja hús. Ég held að ég sé orðinn heimskari. Ég skil betur núna af hverju Ameríkanar eru hálfvitar.

Ég skil ekki að ég sé að borga fyrir þetta sorp. Ég neyddist víst til að fá stöð svo að kærastan gæti horft á neighbours og já Idol, Thats it. Og af hverju eru auglýsingar í þáttunum á stöð 2? Er ég að borga til að sjá þær? OG hversvegna í fjandanum er Oprah ennþá í loftinu? Ég hef heyrt að þáttur Ellen Degeneres sé orðinn vinsælli.
Af hverju í fjandanum er Jay Leno á skjá einum ennþá? Eitt sinn var Conan O´Brien sýnt á skjá einum en einhver villimaður ákvað að taka þann snilldar þátt af dagskrá. Það eina sem hægt er að horfa í Jay Leno er headlines. En Jay leno er víst komið á einhvern annan tíma en venjulega þannig að ég veit ekkert hvenær sá friggin þáttur er so fuck it.

 
Einn nýr þáttur, Pushing Daisies, er byrjaður á stöð 2. Hann er góður, öðruvísi og ferskur þó ekkert frumlegt sé þó við hann. Gaur getur tala við látna, seen that, tveir gaurar leisa morðmál, Seen it, tvær stelpur hrifnar af einum gaur, Been there(Its great!). En þetta ferl allt saman vel saman í ferskri surreal blöndu.
Gott leikaraval líka.

</rant>


HERE I AM! IN A FRIGGIN RENTAL CAR!

Fór með bílinn á verkstæði. Fixa fixa fixa. Og er kominn á kraftlausa toyoto í staðin. Svaka fjör.
Manneskjan sem hafði bílinn á undan mér var víst risi. Sætið komst ekki lengra aftur á bak og spegillinn speglaði bara loft.

Það er víst mánudagur. Ég barasta hef ekkert að segja. Góðar líkur nú að ég verði barasta fullur niður í bæ á Föstudaginn. Eitthvað vinnudæmi í gangi... þó það sé nú bara á milli 17 og 19... Stefni á að fara til Einsa og vera fullur og leiðinlegur hjá honum. Honum finnst svo gaman að því.

Væri nú áhugavert að kíkja niður í bæ. Ég hef ekki gert það í marga mánuði. Mér finnst það vera orðið svo friggin dýrt á barnum og svo leigubílinn heim.

 Update... hmm er víst að fara í bústað. Má ekki verða fullur og heimskur niður í bæ.. :~(


Geta þeir ekki mótmælt einhvernveginn öðruvísi?

Eins og að leggja sínum bílum fyrir framan Alþingishúsið?
Leggja fyrir framan bílaplön olíufyrirtækjanna?
keyrt framhjá ráðhúsinu og flautað?
keyrt ofurhægt niður Laugarveginn?
Kastað bensíni á tröppur Alþingishússins?
.
.
.
Kveikt á eldspýtu....

Bara hugmynd sko.
Gera þetta í miðbænum allavega.


mbl.is Vörubílstjórar stöðva umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SJITT!

Nei nei, ég er búinn að skila mínu framtali. Þó maður var nú smá tíma að klára það. Eins og margur maðurinn þá skilaði ég mínu í gegnum netið. Þægilegt að gera það þar, þar sem flest nauðsynleg gögn eru þar kominn. Að auki auðvitað hægt að senda gögn beint úr heimabankanum í rsk.
Verð nú að játa að sumt skilur maður ekki alveg fullkomlega þegar maður er að gera framtalið. Leiðbeiningar mættu vera betri. Kannski einhver betri sýndardæmi. Lenti á smá vandræðum með fasteignarkaup og lánin tengd því. Að auki líka smá með verðbréfaviðskipti.
En aldrei þessu vant, þá á ég von á smá penge frá skattinum... Ætli það fari ekki bara í bílalánið. Ég asnaðist víst til að taka það í erlendri mynt..
mbl.is Skila á skattframtölum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er rafmagnsbílinn minn?

Ég væri nú alveg til í að eiga einn rafmagns bíl eða vetnisbíl núna. Þegar það kostar um 7000kr að fylla á tankinn, þá verður furðulegur rafmagnsbíll sífellt meira aðlaðandi. Já eða vetnisbíllinn. Held að það sé kominn tími að reyna að koma vetnisbílum hingað til landsins á fínu verði. Já eða rafmagnsbílinn. Stinga bara í samband heima.

Eða kannski ætti ríkið bara að minnka skattana á eldsneyti?
Ríkið græðir nú alltaf þegar eldsneytið hækkar.
mbl.is Eldsneytisverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steve Martin

 

 

Steve Martin er alltaf fyndinn. 


Hreyfing og annað madness

eins og flestir vita ekki þá er ég byrjaður að hreyfa mig aftur eftir um 9 mánaða hlé. Ég keypti mér kort í Heims Klassa og er byrjaður að lyfta og hlaupa. Ég byrjaði mjög vel. Fór að hlaupa og svo að lyfta, fékk harðsperrur næstu 5 daganna og varð svo veikur næstu viku. En ég er kominn á skrið aftur. Og þar sem ég er víst feitur smkv. sumum, þá er ég líka að reyna að brenna smá. Losa mig við björgunar hringinn.
Ég kíkti á internetin og sá að hálft kíló af fitu er 3500 kaloríur. Þannig að til að losna við hálft kíló á viku (og breyta ekki matarræði) þá þarf maður að brenna um 500 kaloríur á dag, aukalega.  Spurning hvort maður nennir að brenna alla daga vikunnar. 

Svo kíkti ég á Hydroxycut. Hydroxycut er víst svaka vinsælt núna. Aðal megrunar dæmið í dag.
Ég tók mig til og googlaði "Hydroxycut side effects" og fékk eftirfarandi niðurstöður:

  • Increased blood preasure
  • Increased heart rate
  • Headache, ligh-headedness and dizziness
  • Loss of appetite(not necessarily bad)
  • Feel restless and hyper active
  • Nose bleeds
  • Blurred vision
  • Out break of acne

Hljómar eins og partý.

 

En það jákvæða er:

  • Fat Loss and weight loss
  • Increased energy and stronger workouts
  • Increased metabolism
  • Decreased appetite

 
Spurning hvort maður testi þetta ekki. Ef ég vakna einhvern tímann á gólfinu með bólur út um allt, blæðandi úr nefinu, með höfuðverk, háan blóðþrýsting og hyper active, þá veit ég þetta er að virka.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Tryggvienator
Tryggvienator
I´m the dog´s bollocks.

Simon asks...

á að leggja niður vörugjald?

Nýjustu myndir

  • asshole
  • ...zombiejc
  • ...men
  • ...honk_canada
  • Freddy vs. Jason
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband