Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Smáís og STEF ættu að lögsækja Google.

Þar sem Piratebay vísar bara í skrár til að deila, en geymir þær ekki á sínum serverum, er þá ekki Google að gera það sama?
Prófið að leita að að "Astrópía torrent" á  www.google.com

Hvað kemur upp? Torrent hlekkur til að ná í myndina Astrópíu.

Ég held að Smáís og STEF ættu að lögsækja Google og fleiri leitarvélar á netinu.
Þessar leitavélar eru augljóslega að auðvelda fólki deila tónlist og kvikmyndum.


mbl.is Umsjónarmenn Pirate Bay ákærðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Xbox 360 sem Media Player

Eins og stendur þá hef ég síðustu 2-3 ár verið með XBMC á gömlu xbox leikjavélini. XBMC tengist svo í windows xp tölvu sem innheldur smá magn af gögnum. XBMC hefur virkað vel þessi ár en núna er allt víst orðið high def og gamla xbox vélin ræður ekki við þannig vinnslu.
Í gær tók microsoft sig til og bauð upp á uppfærslu á codecs fyrir xbox 360, nánar til tekið þá er hægt að spila núna DivX og XviD sem þýðir að mikið af efni sem hægt er að nálgast með ýmsum leiðum er núna hægt að spila á xbox 360.
Ég tók mig til, ræsti upp WMP 11, stillti hann til að deila efni í xbox 360 og allt svínvirkar. Virkar bara vel meira að segja. Viðmótið mætti reyndar vera aðeins betra, maður er víst aðeins of vanur XBMC.
Xbox 360 vélin er reyndar of hávær fyrir minn smekk. Maður tekur svo sem ekki mikið eftir þeim hávaða þegar allt er í gangi en þetta er samt ennþá hávaði. Þetta er líka Microsoft, þannig að maður fær ekki að fikkta mikið í þessu.

 Ég vona bara að XBMC linux portið verði nógu stöðugt til að nota það að viti... en það er alltaf líka mythTV....


Harmony 890

Ég fékk mér fyrir stuttu universal fjarstýringu. Nánar tiltekið Harmony 890 frá Logitech.
Þessi fjarstýring svínvirkar. Stuttu eftir að ég var búinn að fá hana og fullhlaða, þá gat ég stjórnar sjónvarpinu, græjunum, myndlyklinum og xbox 360 leikjavélinni með einni fjarstýringunni. Ég hefði örugglega getað stjórnar xbmc ef ég hefði ekki verið með "Xbox remote Compatilbe". Skynjarinn er í einhverjum vandræðum með að skynja geislann frá fjarstýringunni.
En já allt svínvirkar. Skipti yfir á xbox360, þá breytir hún um rás á sjónvarpinu, skiptir um output í græjunum og ryksugar gólfið.... hmmm ætli ég geti stjórnar roombunni með þessu?

Það var frekar auðvellt að stilla fjarstýringuna. bara plug og play, skrifa niður tegundir á tækjum og Harmony fjarstýringin þurfti aðeins að ræða málin við fjarstýringuna að sjónvarpinu.
Gamlir vinir held ég bara... voru bekkjafélagar í menntó... Harmony fór í háskólann... Sjónvarpsfjarstýringin varð ófrísk... þið þekkið þetta...


Myndavélar og bretar.

C_71_article_1007600_image_list_image_list_item_0_imageÉg rakst á grein á myndavélar og breska stöðumælaverði.
Svo virðist sem breskir stöðumælaverðir í Greater Manchester munu vera með myndavélar fastar við höfuðið sitt. Stöðumælaverðirnir munu ekki hafa samt mikið vald. Þeir munu getað sektað fyrir sóðaskap, hreinsa ekki upp eftir dýr og annað lítið dóteri. Þeir munu getað gefið út sektir upp á 80 pund og munu myndavélarnar taka upp "glæpinn" og vera notuð sem sönnunargögn.

Mér finnst bara að allar löggur ættu að vera með svona.
Ég held að það væri gott fyrir bæði almenning og lögreglu.
það myndi auðvelda sakfellingu glæpamanna í mörgum tilfellum og að auki færra sönnun á hvort misnotkun valds hafi átt sér stað. Myndi hjálpa við þjálfun lögreglu og að auki væri áhugavert að sjá hvernig er að vera lögga í gegnum þeirra sýn.


Kemur svosem ekkert á óvart.

Karlar og ungir men og drengir eru oftast þeir fyrstu til að byrja að nýta sér nýja tækni. Hvort einhver not séu af þeirri tækni eða að þetta sé bara góð og skemmtileg afþreifing skiptir ekki máli.

Konur aftur á móti eru farnar að átta sig á nitsemi internetsins. Internetið er góður miðill til að dreifa og leita að upplýsingum um allt milli himins og jarðar. Og svo víst ágætis staður til að hitta annað fólk. Fullir karlar á bar eru oft ekki aðlaðandi...

Netið hefur mikið þróast í gegnum árin. Árið 1958 byrjaði bandaríski herinn að þróa samskipta tækni til til að auðvelda upplýsingarflæði í stríði og árið 1969 varð internetið eiginlega til þegar fyrsta nóðan varð virk. Loks árið 1990 var internetið  kynnt almenningi fyrst og núna notar stórhluti mannkynsins það til að lesa fréttir, leika sér, leita að uppskriftum, kaupa föt og annað, auk þess auðvitað að skoða þessi 12% netsins sem er víst erótískt eðlis...

 Ég man eftir því ég byrjaði fyrst að nota internetið. Fékk tengingu hjá Hringiðunni, 28.8. bit á sekúndu og það var bara nokkuð góður hraði. Maður þurfti að taka símann úr sambandi og eyða svo klukkutíma í að ná í eitt lag. Verð víst að játa að fjölskyldan var ekki par hrifin af þessu nýja áhugamáli mínu...


mbl.is Konur meira áberandi á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Tryggvienator
Tryggvienator
I´m the dog´s bollocks.

Simon asks...

á að leggja niður vörugjald?

Nýjustu myndir

  • asshole
  • ...zombiejc
  • ...men
  • ...honk_canada
  • Freddy vs. Jason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband