Það er fíla í bænum.

SM117~No-Farting-Symbol-PostersÉg kíkti á 10 ára reunion síðasta laugardag. 10 ár er víst síðan ég útskrifaðist frá M.S. og ákveðið var að tími væri kominn að allir ættu að hittast til að metast og tala um lífið og tilveruna. Hverjir eru feitir og hverjir eiga börn og hverjir ekki. Allt gott og gaman.
Aldrei þessu vant, þá mætti ég tímanlega á Sólon þar sem hittingurinn átti að vera. Fyrstur á svæðið meira að segja. Enginn mættur. Þó fór ég að spjalla aðeins við barþjóninn um reykingarnar og hann sagði mér að það hafi verið smá prumpufíla í loftinu eftir svona eitt leitið í gær kveldi. Að lyktin hafi læðst niður af efri hæðinni niður á þá neðri. Við vorum á efri hæðinni og ég tók eftir að það var sterk svita fíla þar og smá hamborgara prump í loftinu... Örugglega frá deginum áður. Þetta var eins og í líkamsræktunarstöð.
En svo fór fólk að mæta á svæðið. Allir með rakspíra eða ilmvötn þannig að svitinn og prumpið hvarf í bakgrunninn. Í staðinn var maður að drukkna í ilmvatni og rakspíra... sem betur fer gat ég flúið út á svalir, í rettu, í eldhúspartíinu sem myndaðist þar.


Föföföflöskurdagur!

En bara án sígaretta. Ætti að vera áhugavert held ég að sjá hversu mörg útköll lögreglan fær vegna reykjandi fólks á veitingarstöðum. Verður fangelsi lögreglunar fullt af reykjandi fólki? Hver er annars sektin við að reykja á almannafæri? Verður veitingarstaðurinn sektaður?
Held að lögreglan myndi þurfa að handataka hálfan miðbæinn til að fylgja þessum lögum.
Maður sér nú fólk handtekið fyrir að vera í slagsmálum... oftast ölvað.. held að enginn verður ofbeldisfullur á einni sígó.
Ég er reykingarmaður og er fylgjandi þessum lögum. Tel að þau munu gera góða hluti.. allavega fyrir mig, ég held að það muni minnka þynnkuna mína eftir djamm helling...

En já, í fyrstu verða reykingar bannaðar, svo bannað að drekka áfengi og að lokum bannað að tala...
Hljómar vel ekki satt.


mbl.is Engin útköll vegna breytinga á lögum um tóbaksvarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvikmyndaleikur !!

Taka 3...
kvik23kvik26kvik25kvik24

Developers!!

Þetta er bara stórsniðugt verð ég að segja. Spurning samt hvort þetta sé nú fyrir erki nördinn.

Erki nördinn er nú þekktur fyrir að lifa á gosi og snakki. Kámugir fingur fylgja því og spurning hvaða áhrif það mun hafa á þessa tækni.

En ég hef kíkt á myndbönd af þessari Surface tölvu og hún lofar góðu. Músin, lyklaborðið  og skjárinn eru nú orðið ansi úrelt jaðartæki ef miðað er við þróun tölvunnar.

Tölvan virðist bjóða upp á marga möguleika í notkun hennar og virðist vera auðveld í notkun. En þetta eru nú auðvitað auglýsingar, maður verður nú að sjá hvernig hún stendur sig í raunveruleikanum.
En mig langar rosalega í svona.

 

 


mbl.is Microsoft kynnir nýja tegund tölva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn og aftur.

Það eina sem þarf að gera er að mennta fólk og börn um internetið. Svo að auki er til hellingur af hugbúnaði til að loka á óæskilegar síður á netinu.
Til eru fyrirtæki sem starfa við það eitt að elta uppi óæskilegt efni á netinu og selja svo forrit sem loka aðgang að því efni.  

Hér er listi yfir ýmis forrit sem eru í boði.



mbl.is Netið er eins og stórborg án lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sekt við að tala í bíl.

Held að við verðum að sekta fólk ef það talar við einhvern í bíl, ef það æpir á útvarpið eða talar bara við sjálft sig. Það gengur ekki að leyfa fólki að stofna lífi og lífum sjálfs síns og annara með því að tala!

Heh, gallinn við bílinn er einmitt manneskjan. Það er maðurinn sem klúðrar málunum ekki bílinn. Bílinn gerir bara eins og honum er sagt að gera. Alltaf mannleg mistök. Það þarf að taka manneskjuna úr umferð... 
mbl.is Handfrjáls búnaður eða ekki, samræðurnar skipta mestu máli við aksturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brjáluð belja.

1% af kjötinu prófað. Ef ég verð einhvern tímann plataður til Bandaríkjanna þá held ég að ég muni ekki fá mér hamborga eða eitthvert nautakjöt.

Og djöfull er aumt að bandarísk stjórnvöld ætla að berjast gegn því að kjötframleiðendur geri prófanir á sínu eigin kjöti. Ég hélt að þetta væri land frelsisins? Maður má víst ekki vera öruggur um að kjötið sé ósmitað?
Ég held að miðað við gæði Bandarísks heilsugæslu þá gæti fjöldi fólk verið með kúariðu án þess að vita af því. Nokkur tilfelli um kúariðu hefur fundist í kúm  í U.S. og þá er nú miðað við að prófað sé 1% allra kúna.

Held að ég haldi mig við stera bættan kjúkling...


mbl.is Bandarísk stjórnvöld áfrýja úrskurði um prófanir einkaaðila á kúariðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óp um miðja nótt

Meira kannski stunur. Stunur í kvenmanni það er að segja. Allavega heyrðist mér það. Hljóðin voru nú að koma frá íbúðinni fyrir ofan mig. Og þau drógust á langinn. Held að parið fyrir ofan hafi verið að gera eitthvað smá dodo. Varla smá... ópin komu og fóru næsta klukkutímann held ég bara. Vel nýtt helgi hjá parinu fyrir ofan verð ég bara að segja. Ég eyddi nóttinni í að lykta uppi myglaða mjólk í íbúðinni.

Ég kíkti aðeins út á lífið um helgina. Kíkti niður í bæ til að reykja mína síðustu rettu á skemmtistað áður en bannið tekur gildi um næstu helgi. Held að þetta bann muni vera skref í rétta átt en veitingarstaðirnir munu samt örugglega tapa á þessu banni. Fólk mun ekki koma á kaffihúsin jafn mikið. Kaffi og/eða bjór passar víst voðalega vel saman við sígó.

Lottó!

Hmm.. 14 millur sem enginn fékk. Ætli maður taki ekki þátt næst. Eyði smá peningi á nokkrar raðir. Fjórfaldur vinningur... Maður gæti nú gert eitthvað skemmtilegt með meira en 17 milljónir. Eins og t.d. borga húsnæðislánið... borga bílinn, borga vísa. Borga hitt og borga þetta.

Mæli með að fólk kíki á lotto.is og kaupi sér miða. marga miða...  og gefi mér þá. 
mbl.is Enginn með lottótölur réttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafrænt samfélag

Það kemur mér svosem ekki á óvart hve mikið af heimilum tengjast internetinu hér Íslandi. Það kemur mér samt aldrei á óvart hvað það eru margir sem hafa ekki hundsvit á tækninni né þeirri hættu sem fylgir internetinu. Þetta er eins og að vera próflaus á bíl. Maður sest ekki fyrir framan tölvu og klikkar á fyrsta gluggann sem segir "Congratz!! yo´ve won 1 million dollars!!" 
En ég tel nú að flestir séu að læra á internetið. Þetta var mjög lengi svið barna og unglinga. Foreldrar þeirra kunnu ekkert og jafnvel óttuðust internetið, og gera það jafnvel enn. En börnin eru að verða foreldrarnir núna. Reynslan gengur í arf. 


mbl.is Langflestir Íslendingar nota tölvu og netið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Tryggvienator
Tryggvienator
I´m the dog´s bollocks.

Simon asks...

á að leggja niður vörugjald?

Nýjustu myndir

  • asshole
  • ...zombiejc
  • ...men
  • ...honk_canada
  • Freddy vs. Jason
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 942

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband