17.7.2007 | 01:35
waaaahhhh!
Held samt að mér hefur tekist glæsilega að rústa svefninum mínum. Held að ég eyði vikunni í að rétta hann af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.7.2007 | 19:32
Hells kitchen
Ég tók mig til rétt áðan og eldaði minn fyrsta rétt með gaseldavél. Þó ég hafi búið hérna í næstum 4 mánuði þá hef ég aldrei lagt það á mig að elda mat á þessari gasvél. Í fyrsta lagi var ég svolítið hræddur við að elda með gasi(hafði aldrei gert það áður) og að auki er svo fjandi dýrt að elda fyrir einn.
En jæja, ég fór út í búð og keypti mér grísahakk(nautahakkið var búið). sveppi, gulrætur, papriku, kartöflur og lauk. skar allt dótið í sneiðar, kveikti á eldavélinni, skellti pönnunni á og byrjaði.
Mér tókst að brenna mig smá, þurfti að fikta aðeins til að ná rétta hitanum en allt gekk að óskum.
Afrakstur eldamennsku minnar var allt í lagi. Grísahakkið er nú ekki endilega gott per say, allavega ekki eins og ég elda það. En þetta var ágætt á bragðið og ég á afgang. Held að ég þurfi bara að fá meiri reynsla á þetta helvíti.
Ég þarf víst að versla mér meira dót í eldhúsið, svoddan batchelor líf hérna..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.7.2007 | 18:09
Á nagladekkjum?
Ég hef reyndar tekið eftir nokkrum bílum á nöglum ennþá í umferðinni, þó að það sé komið júlí.
Maður kemst ekki hjá því að heyra í þessum dekkjum. Ég skil samt ekki alveg notkun nagladekkja innan Reykjavíkur. Ég hef verið að keyra í um 12 ár núna og aldrei sett nagladekk undir minn bíl. Hef alltaf látið vetrardekk eða harðkornadekk duga. Reyndar fer ég ekki mikið út fyrir borgina að vetri til. Fæ bara einhver annan bíl í það sko.
Hægt er að skella nú öðru en nagladekkjum undir bílinn. Loftbóludekk, harðkornadekk og fl.
Nauðsynlegt er nú að vera á nöglum úti á landi að vetri til. Held að loftbóludekk grípi ekki alveg jafnvel.
En já, vera tekinn á nagladekkjum um mitt sumar, það er bara skömmustulegt og sektin er víst 5000kr á dekk, sem sé 20.000 kr. sekt plús ölvunarakstur.. æ æ æ.
![]() |
Reyndi að komast undan á hlaupum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2007 | 14:36
Hún horfði aldrei, aldrei í augun þín
Í hringferð minni tók ég með mér Ipod og útvarpsendi til að stytta mér og kærustu minni stundir.
Ég var með sinfóníutónleika Todmobile þar í stöðugri spilun.
Stór góður diskur verð ég að segja, kraftmikill og skemmtilegur. Að auki hef að auki verið að raula í viku lagið Stúlkan, Kærustu minni til mikillar óhamingju. Sérstaklega þegar ég fer að búa til texta við lagið... Stúlkan sparkaði í stein..
Ansi langt síðan ég hlustaði síðast á Todmobile, en þessi hljómsveit hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Mér finnst eins og það var lagt líf og sál í tónlist þeirra. Annað en með nútíma íslenskar popphljómsveitir... þær virðast alltaf snúast um lookið eitthvað og lélega tóna.
Anyhow. Ég held að ég taki mig til á næstunni og versli mér sinfóníu tónleikana með Todmobile á DVD á næstunni. Endurnýja kynnin við þessa stórgóðu hljómsveit.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.7.2007 | 17:52
Myndir úr hringferð.
Vefmyndasvæðið hér á blog.is er svolítið fáránlegt. Mjög hægt, og aðeins hægt að setja inn takmarkaðan fjölda í einu. Ég er meira fyrir að henda inn 200 myndum í einu.
Held að umsjónarfólk blog.is þurfi að taka sig aðeins til og fixa myndakerfið á þessum vef.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 01:14
Heimkoma
Jæja, ég er kominn aftur úr minni hringferð. Farið var norður til Akureyrar og gist á Eddu hótel þar eina nótt. Veðrið norður var mjög gott. Heiðskýrt, bjart og algjörlega rigningarlaust. Ferðin gekk átakalaust fyrir sig næstum því. Þegar komið var að Akureyri, þá lenti ég í smá vandræðum. Það var verið að leggja nýjan veg við akureyri og mikið ryk þyrlaðist upp við gerðina. Maður sá ekki metra fyrir framan sig. Svaka fjör. Gistingin á Akureyri var ánægjuleg fyrir utan eitt. Það eru víst hnakkar út um allt land. Eins og sjúkdómur hefur þessi lágmenning smitast um allt land. Sorgleg staðreynd.
Haldið var svo í átt að Mývatni og yfir til Egilsstaðar og svo loks til Seyðisfjarðar.
Þar var haldið í lítið kot um 9 kílómetra frá bænum. Mitt litla bílakríli komst ekki alla leiðina því miður. Þrjár ár eru á leiðinni og minn bíll myndi aldrei ráða við þær, þannig að hoppað var í jeppa hluta leiðarinnar.Húsið, Skálanes, sem gist var í, var ansi gamalt en mjög kósý. Nokkrar skondnir íbúar hafa gist þar víst. Þegar núverandi eigendur tóku við húsinu voru veggir þess víst þaktir myndum af öskrandi andlitum.... Og sumir hafa horfið sportlaust þaðan... spooky. Grindverk og garður er svolítið sérstakur. Rekaviður og steinar negldir við steina.
Skondið var nú samt að komast að því að frændfólk Jón Péturs félaga míns á þessa eign. Ég hitti einmitt gamlan nördafélaga, Óla. Nokkuð fyndið að rekast á hann þar, en hann er víst ættaður þaðan og býr þar enn.
Setið var að sumbli og slakað á í sólu eftir komu og borðað góðan mat. Aldrei þessu vant þá naut ég þess að borða fisk og súpu... meira að segja fiskisúpu..
Ástæða komu minnar hingað var sú að það var smá ættarmót í gangi. Dætur Árna, föður Sollu kærustu minnar, voru þar samankomnir, ásamt mökum og systkinum Árna, um 14 manns með börnum í allt.
Við vorum þarna frá sunnudegi fram á miðvikudag. Farið var í gönguferðir, bátsferð, drukkið bjór og étið. Bara helvíti gaman verð ég að segja.
Veðrið fór því miður versnandi á þriðjudeginum og rigndi víst smá, en það varð víst hellidemba eftir að ég og Solla hófu okkar ferð suður á bóginn, á leið heim.
Á heimleiðinni gist á Foss Hóteli hjá Höfn í Hornafirði eina nótt. Ekki jafn flott herbergi og Eddu hótel á Akureyri og matseðillinn var ansi dýr. Fleiri stöðvar í sjónvarpinu samt...
Á leiðinni heim var kíkt í Jökulárslón en því miður var víst ansi mikið þoka þar og sást ekki mikið en ég náði samt ágætis myndum. Kíkt var á Hjörleifshöfða, skógarfoss og Reynisdranga. Og mjög flott verð ég að segja.
Ég spilaði víst smá túristann í þessari hringferð minni.
Ansi langt síðan ég fór hringinn síðast, meira en 16 ár örugglega.
Mér langar að kíkja meira út á land á næstunni. En því miður á ég bara tvær vikur eftir af mínu fríi. Held að ég eyði þeim sofandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.6.2007 | 12:49
Farinn í ferðalag
Jæja, eftir um 15 mín, vonandi, mun ég leggja af stað norður til Akureyri. Ég mun gista þar á hóteli í eina nótt og halda svo austur í átt að Egilsstöðum. Veðurspáin virðist vera ágæt. Held að þetta verður bara stuð, að fara hringinn, kíkja í göngutúra, liggja í sól og drekka bjór með röri... Fara í svona alvöru frí eiginlega, ég hef bara verið að slaka heima síðustu dagana. Eiginlega bara sofið svefn nördanna so to speak.
Ég veit nú ekki hvort ég mun vera eitthvað að blogga í þessari ferð, veit ekki hvort ég mun komast í tölvu, en ég mun nú taka nóg af myndum. Ég verð víst að hafa eitthvað til að kvelja vini og vandamenn með þegar ég kem aftur, hellst með langri og leiðinnlegri myndasýningu.. múhaha!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2007 | 18:12
IPhone verð, ágiskun.
Svo er líka spurning með að eitt fyrirtæki fái bara að þjónusta þennan síma, er það ekki brot á samkeppnislögum?
En persónulega efast ég um að ég kaupi þennan síma, skjárinn er ansi stór og mun örugglega rispast illa. Þó að þetta sé tæki sem gerir allt þá gerir það ekki allt endilega best...
![]() |
Ekkert ákveðið með verð á iPhone á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.6.2007 | 18:02
Svefn og smá sumarplan.
Anyhoo... ég er á leiðinni hringinn í kringum landið með minni heitelskuðu.. Og munum við stoppa á þremur stöðum og sofa á þeim. Spurning hvort hún verður mín heitelskaða eftir þessa ferð... djók...
En já, við munum gista á 3 mismunandi hótelum, Á Akureyri, rétt hjá Egilstöðum og svo Höfn í Hornafirði. Það verður gaman að fara hringinn, komast aðeins af malbikinu og úti í græna náttúru... kannski bláa náttúru... lúpínan er víst út um allt. Taka myndir, liggja í sól, drekka bjór, éta kjöt og reka við. Hljómar eins og sumarfrí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2007 | 18:35
Sumarfrí
Það er líka fræðilegur möguleiki að ég vinni aðeins í íbúðinni minni, en það eru hverfandi líkur.
Ég kíkti í bústað um helgina, en var svo sniðugur að fara á sunnudegi. Maður mætti nú ágætis umferð á móti manni. Margi með fellihýsi og mikið um Húsbíla og annað mikilmennsku brjálæði.
Held nú að það sé nauðsynlegt að auka fjölda svæða á vegum þar sem hægt er taka fram úr þessu hægfara selum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Simon asks...
Tenglar
Bullarar
Aðrir bloggarar
- Sigga og Gestur Miðjarðarhafs sjóræningjar
- LittleMissly
- Nördarnir
- Ritstífla
- Hjördís
- Tezla
Annað
Annað dóterí
- Picasa vefmyndsvæði Myndsvæði mitt. Fremur tómt eins og stendur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar