21.6.2007 | 11:18
20. júní var skemmtilegur dagur.
Þeir bentu mér á verkstæðið hliðin á. Ég fór þangað og neyddist til að hlusta á fertuga rauðhærða kellingu ræða við afgreiðslumanninn um World of Warcraft og hvernig tölvan hennar var ekki að duga nógu vel í leikinn og hvernig sonur hennar hafi eytt öllum fermingarpeningnum í tölvu sem var ekki með nógu gott skjákort... aðrar 10 mín...
jæja loksins hélt hún kjafti og ég spurði um töngina en hún var ekki til sölu hjá þeim og þeir bentu mér á búðina Örtækni. Búðin Örtækni er ekki til á neinu korti. Hún er vel falin innan íslenska götukerfisins. Sá sem finnur þessa búð mun öðlast eilíft líf. One ring to rule them all og allt það. Mikið mál að finna búðina. Ég fann hana! Reyndar eftir að ég gafst upp, lenti í umferðaröngþveiti við sæbrautina. Ég hringdi í Einsa og fékk gjörsamlega tilgangslausar upplýsingar um staðsetninguna.
En ég neitaði að gefast upp. Solla var farinn að örvænta og orðin soldið flótarleg í útliti, þannig að ég læsti öllum hurðum í bílnum og gaf í. En já, ég fann búðina. En ég var of seinn, hún er víst bara opin til fimm og klukkan var orðin hálf sex..
En jæja, þá næsta búð. Förum í Ikea, en keyrum fyrst smá spotta í átt að Álverinu fyrst óvart, snúum við og komumst loks í Ikea. Kaupa stóla sko, borðstofustóla. Fundum þá eftir hálftíma göngu í gegnum búðina, en þeir voru víst ekki til á lager. Solla var að gefast upp, hún var svöng og þreytt. Ég nærðist á þjáningu hennar.
Jæja, matur... klukkan um hálf átta. Henni langar í Taco Bell en ég nennti ekki að snúa við. Málið er smá rætt fram og til baka, en ég er að keyra bílinn þannig að ég ræð. Kíkjum á blásteinn en grillið er horfið, endum á því að panta pizzu.
Pizza er góð í magann.
Update...
Ég var að átta mig á því að ég get fengið snúrurnar, töngina og RJ45 tengin hérna í vinnunni bara... Í skápnum hérna rétt hjá mér sko... ég get næstum því teigt mig í hann...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.6.2007 | 21:23
Losum okkur við bílstjórann.
Ennnn... Ef þetta gengur upp Þá losnum við við helsta gallann við bílinn, bílstjórann. Bílstjórinn er einmitt hálfvitinn sem veldur bílslysum... Já og kannski bifvélavirkinn líka... ömm gaurinn sem hannaði veginn... gaurinn sem hannaði bílinn... Ókey mannfólkið er hellsti gallinn við tæknina.
Tölva tapar ekki athygli, er ekki í símanum, ekki að borða, reykja, ríða eða eitthvað annað fáránlegt bakvið stýrið á 100 km hraða.
En hey.. hvað ef forritarinn sem forritar forritið sem keyrir bílinn gerir mistök...?
Og að auki held ég að það muni erfitt að koma því í hausinn á fólki að það megi ekki keyra bílinn sinn sjálf.
"IT´S MY GOD GIVEN RIGHT TO DRIVE MY CAR, FOR I AM AN AMERICAN!!!"
![]() |
Bílar án bílstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 14:49
Fjandans hiti.
Það eru pöddur byrjaðar að éta mig lifandi! meira kannski að narta í mig lifandi... Bítandi mig í lappirnar svo mig klæjar ógurlega undan því. En þetta kemur víst með sumrinu, ásamt minni klæðnaði á kvenfólki svo ég kvarta ekki. Sumarið er tíminn sagði skáldið og skellti í sig bjór og reykti sína rettu.
Voðalega heitt í dag hérna á skrifstofunni verð ég að segja, en djöfull nenni ég samt ekki að kíkja út.
Maður verður hálfpartinn að vera dreginn út. Maður nennir ekki í sund. Þar er allt fullt af hávaðasömum börnum, maður nennir ekki út að ganga, þar er allt fullt af hávaðasömum börnum. Maður getur farið í Kringluna, þar er allt fullt af hávaðasömum börnum. Maður getur ekki farið á bar, þar er allt fullt af hávaðasömum eldri börnum. En maður lætur sig hafa það... þrátt fyrir börnin þá er hálfnakið kvenfólk á öllum þessum stöðum. Sumarið hefur sína kosti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2007 | 14:40
Geymdur í kjarnorkubyrgi.
Samkvæmt hinni fræknu nördasíðu slashdot, þá var þessi bíll geymdur í kjarnorkubyrgi eða því sem næst. En þótt að byrgið átti að þola kjarnorkuárás þá var það því miður ekki vatnshelt. Bíllinn átti nú að endast betur en sést á myndum, en því miður komst raki að bílnum og ryðgaði hann því svona illa. Bíllinn átti að vera svokallað timecapsule og voru aðrir munir bílnum, svosem kort, bjór og fleira.
Allt innihald og munir í bílnum förnuðust jafn illa og bíllinn sjálfur. Því miður.
![]() |
Drossía geymd í jörðu í hálfa öld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2007 | 10:36
Sumarfrí!!! ekki alveg strax samt
Mitt plan fyrir sumarfríið er ekkert. Ég ætla að gera ekkert. Ég ætla að vera heima og gera ekkert. Ég ætla að stara á loftið inn í svefnherberginu mínu. mun kannski stara á loftið inn í eldhúsi og baðherbergi... amm, stara líka inni í stofu...
En ef ég þekki mig og mína rétt, þá mun ég örugglega stara eitthvað niður í bæ, stara á náttúru og stara á málningu og stara á fólk sem ég þekki ekki og stara á bjór og stara á sígó og stara á við og stara á skúringargræjur og kústa... Ég vona að ég fái að stara á sjóþotu og tjald og bjór og sígó allt á sama kvöldinu... Mig langar í útileigu..
BREYTING!!!
Mig langar í útilegu.. eða útileigu... leigja smá útiveru
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2007 | 22:16
Argasta Snilld.
Svo hefur mér alltaf fundið skrítið að það sé verið að selja farartæki til almennra nota, sem komast yfir 200 km hraða. Maður skilur notkun faratækja á hraðbrautum í Þýskalandi en alls ekki hér.
![]() |
Lögregla minnir á hærri sektir og betri tækni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
15.6.2007 | 10:31
Japanese Treadmill run show
Bloggar | Breytt 19.6.2007 kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2007 | 09:48
Föföföföstudagur og fimmtudags reiði.

Eldri maður stóð á götunni og hann virtist vera bandbrjálaður. Hann var gangandi fram og til baka frá sínum bíl(jeppanum) og að að fólksbílnum fyrir aftann sinn bíll. Eldrauður og með kreppta hnefa.
Ég sniglaðist hægt og rólega í átt að þeim, sé að fremri fólksbíllinn fer og áður en ég vissi þá sparkaði gamli gaukurinn fast í hurð fólksbílsins. Hann stóða þarna í smá tíma eldrauður og haltraði aumlega í átt að jeppanum, stökk svo inn í hannog gaf í burtu. Fólksbíllinn með beygluðu hurðina elti. Sá nú ekki neinar skemmdir á jeppanum... En þetta var það síðasta sem ég sá af þeim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.6.2007 | 09:46
Sveeefnnn!!
aldrei þessu vant þá tókst mér að koma mér upp í rúm hálf 1. Tók mig til og rak nefið í eina bók og fór svo að sofa. But nooooo! Nágranninn á hæðinni fyrir ofan mig ákvað að skella sér í bað milli 1 og 2 um nóttina. Hávaði að setja vatnið í baðið og hávaði að losa vatnið úr því. Þannig að ég er illa sofinn en og aftur í vinnunni.
anyhow... ég kemst í frí 25 júní. Er ekkert búinn að plana hvað ég ætla mér að gera. Solla er víst búin að plana eitthvað handa mér... Ættarmót og eitthvað annað stöff, ætti að vera áhugavert. Ég vil bara hellst sofa í 2 vikur. En ætli maður byrji ekki að hreyfa sig meira. Synda eða hlaupa eða eitthvað Cardio æfingar. Losa mig við björgunarhringinn og koma mér í betra form.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 08:30
Svefn!!
Endalaust mikið af prestum alltaf að bögga mig líka. Koma stundum í hópum og binda mig við rúmið og byrja chanta einhver vers og skvetta heilögu vatni á mig. Ég er bara heppinn að vera ekki 12 ára. Þá hefði saurþjöppun átt sér stað kannski... Menn guð með lube og allt það. Gæti verið messy.
Held að svefnleysi hafi furðuleg áhrif á mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Simon asks...
Tenglar
Bullarar
Aðrir bloggarar
- Sigga og Gestur Miðjarðarhafs sjóræningjar
- LittleMissly
- Nördarnir
- Ritstífla
- Hjördís
- Tezla
Annað
Annað dóterí
- Picasa vefmyndsvæði Myndsvæði mitt. Fremur tómt eins og stendur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar