Færsluflokkur: Sjónvarp

American Idol og annað stöff

<rant> Ég hata American Idol. En kærastan hefur gaman að því. Ég myndi kannski getað lifað þetta af ef þetta væru ekki tveir þættir af sama sorpinu í röð. Hræðilegir þættir, endalausir skrækir í aðdáendum og söngvurum. Slappt lagaval þátttakenda og svo þekkir meira en helmingurinn ekki lögin sem þeir syngja, hvorki áhorfendur né þátttakendur. Og pop er ömurlegt. Ég kýs frekar Rock Star.

Idolið eyðileggur algjörlega sjónvarpsgláp á mánudögum. Ekki hægt að horfa á neitt að viti í næstum tvo tíma milli átta og 10.
Ég neyddist til að horfa á þetta í kvöld. Kærastan er lasinn og ég má ekki flýja hús. Ég held að ég sé orðinn heimskari. Ég skil betur núna af hverju Ameríkanar eru hálfvitar.

Ég skil ekki að ég sé að borga fyrir þetta sorp. Ég neyddist víst til að fá stöð svo að kærastan gæti horft á neighbours og já Idol, Thats it. Og af hverju eru auglýsingar í þáttunum á stöð 2? Er ég að borga til að sjá þær? OG hversvegna í fjandanum er Oprah ennþá í loftinu? Ég hef heyrt að þáttur Ellen Degeneres sé orðinn vinsælli.
Af hverju í fjandanum er Jay Leno á skjá einum ennþá? Eitt sinn var Conan O´Brien sýnt á skjá einum en einhver villimaður ákvað að taka þann snilldar þátt af dagskrá. Það eina sem hægt er að horfa í Jay Leno er headlines. En Jay leno er víst komið á einhvern annan tíma en venjulega þannig að ég veit ekkert hvenær sá friggin þáttur er so fuck it.

 
Einn nýr þáttur, Pushing Daisies, er byrjaður á stöð 2. Hann er góður, öðruvísi og ferskur þó ekkert frumlegt sé þó við hann. Gaur getur tala við látna, seen that, tveir gaurar leisa morðmál, Seen it, tvær stelpur hrifnar af einum gaur, Been there(Its great!). En þetta ferl allt saman vel saman í ferskri surreal blöndu.
Gott leikaraval líka.

</rant>


Skjárinn.

logoUm langan tíma var ég með "Allt" pakkann hjá skjánum. Ég horfi örugglega á svona 30% af því. Það er endalaust mikið af evrópskum sjónvarpstöðvum sem ég nenni ekki að horfa. Þetta er eins og að vera með tífalda rúv. Ég horfði mest á frétta eða fræðandi efni auk tónlistar og aðeins af íþróttum. Núna er ég með "Blandað" pakkan er ekki fullkomnlega ánægður með hann.
Þessir pakkar sem eru í boði eru ekki nógu góðir. Maður ætti frekar að getað valið sér þær rásir sem maður vill.
Sumir vilja Kerrang! Eurosport 2 og E!, en ekki allt draslið sem kemur með "allt pakkanum".
Og hvað er með það að sumt efni á Discovery er á norsku eða dönsku? Ég hélt að þetta væri ensk rás?

Skjárinn er fínasta afþreying en það þarf að bæta þjónustu aðeins. Og skjávalmyndin... letrið er of stórt... ekki sést nægilega margir valmöguleikar á einum skjá. Og viðmótið er brandari.
Möguleiki væri að hægt væri að velja stærð sjónvarps og þá myndi valmyndin aðlaga sig að því, leiðindi að vera að skoða kvikmyndir þegar svona fáar eru birtar í einu.


Japanskt sjónvarpsefni.

Íslendingar hafa mjög gaman að því að apa eftir öðrum þjóðum. Sérstaklega þegar kemur að sjónvarpsefni. Og þá sérstaklega Bandaríkjamönnum. Við erum með Idol, X-factor, Bachelor, Allt í drasli og fleiri.. Svo eru nú líka Strákarnir og Punked. Hvernig væri nú að einhver myndi reyna að verða smá frumlegur og fara að apa eftir Japönum. Japanir gera mjög furðulega og skemmtilega sjónvarpsþætti. Hægt er að finna fjöldann allan af þessum þáttum á youtube og það er hressandi að sjá eitthvað sem maður hefur ekki séð 100 sinnum áður.

Hér eru nokkur dæmi um japanska sjónvarpsþætti.


 

En það er nú spurning með Íslendingana hvort þetta sé bara of mikið brjálæði. Þetta er nú "gameshow" og ég hef ekki séð þannig í langan tíma... ja... fyrir utan Villtu vinna milljón... apapapa.


Sjónvarpsglápið

Ég er ein af þessum sem hefur gaman að því að horfa á Imbakassann með poppi eða snakki. Það er nú ágætis afþreying. Það er aftur á móti ekki góð afþreying að neyðast til þess að þurfa að laga lífið að dagskrá sjónvarpsins eða að vera neyddur að horfa á helling af auglýsingum í miðjum þætti. Það drepur niður alla stemningu. Og að auki hata ég sérstaklega langar og leiðinlegar auglýsingar. Eins og t.d. "Við elskum fótbolta" frá Landsbankanum eða allar þessar bílaauglýsingar eða tryggingarauglýsingar. Um leið og auglýsing kemur í sjónvarpi þá slekk ég sjálfkrafa á hljóðinu í imbakassanum. Auglýsingar eru sjón og hljóðmengun fyrir mér. Ég horfi ekki á þær og verstu og lengstu auglýsingarnar valda því að ég fer að fyrirlíta auglýstu vöruna eða fyrirtækið.

 
En internetið kemur manni nú til bjargar. Eins og flestir ættu að vita, þá er hægt að nálgast helling af kvikmyndarefni á netinu. Hvort það séu þættir eða bíómyndir. Ég nýti mér internetið til fulls. Ég sæki mér mína uppáhalds þætti á netinu. Horfi svo á þá í imbakassanum mínum þegar ég vil og án allra auglýsinga. Set á pásu þegar ég þarf og hef val hvað ég horfi á hverju sinni. Nokkrir miðlar hér á íslandi bjóða upp á svipað dæmi. Eins og til dæmis Skjárinn. Þar er hægt að leigja kvikmyndir í gegnum skjáinn og finna þætti til að horfa á. En þættirnir sem eru í boði eru því miður bara íslenskir og ekki það besta sem er í boði. Ég myndi veðja að Skjárinn myndi fá stóraukið áhorft ef erlent efni væri sett þarna inn. Ég myndi allavega borga fyrir það að horfa á þátt án auglýsinga og hafa þann möguleika að setja á pásu þegar það hentar mér.

Dagskrá sjónvarps er úreld aðferð. Nýta ætti tæknina sem er í boði til að bjóða íslendingum að fá að horfa á það sem þeir vilja, hvenær sem þeir vilja það og ÁN auglýsinga. 

 

 


Höfundur

Tryggvienator
Tryggvienator
I´m the dog´s bollocks.

Simon asks...

á að leggja niður vörugjald?

Nýjustu myndir

  • asshole
  • ...zombiejc
  • ...men
  • ...honk_canada
  • Freddy vs. Jason
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband