12.12.2007 | 10:23
Max raftæki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.12.2007 | 09:48
Fjandans veður.
Svefnherbergisglugginn minn fékk að finna fyrir veðrinu í gær. Endlaus rigning og vindur á glugganum. Ekki hægt að sofna fyrr en því létti. Solla gat sofið, ég lét hana fá púðann minn yfir hausinn svo hún fengi frið. Hún á að mæta í próf í dag eftir hádegi. Þarf víst svefninn sinn. Ekki ég sko. Ég er Kapteinn bjórvömb.
Svo mér til mikil ánægju þá komst ég að því að allir gluggarnir sem snéru upp í veðrir leka. Sumir jafnvel betur en aðrir! Þarf víst að hafa mig til og kaupa nýjar festingar og læti. Eða bara að ég hringi í brósa og læt hann sjá um þetta. Hann er nú einu sinni smiður.
Svo eru jólin að koma. Ég er ekki ennþá búinn að kaupa eina einustu jólagjöf. Þarf víst að fara að byrja á því brjálæði áður en brjálaðir verður fullt af fullum íslendingum að versla...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.12.2007 | 09:46
Jólahlaðborð perlunar
Vinnan fór í jólahlaðborð í perlunni í gær. Ég fór sko með. Boðið var upðp á fordrykk hjá Helgu samstarfskonu og freiðivín "goes straight to ya heed" tvö glös og ég var virkilega farinn að finna aðeins of mikið á mér... En það lagaðist um leið og maður fór að éta. Allt var gott nema Kálkúnslærið og hvalurinn. Kálkúnslærið bragðaðist furðulega og það var of mikið lýsisbragð af hvalinum.
En allt annað var gott, forrétirnir bragðgóðir(fyrir utan hvalinn), aðalrétturinn góður(Fyrir utan kalkúnslærin) og eftirrétturinn var æðislegur(sérstaklega súkkulaði ísinn).
Það er fimmtudagur, sem þýðir að á morgun er föstudagur sem þýðir að ég get sofið út á laugardaginn. Its fab.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2007 | 15:09
Fanganýlenda!!
Enginn sleppur frá þessu fangelsi. Þetta er eyja út í hafi út í vindrassgati. Ef maður hoppar þá fíkur maður á sjó út. Árni Johnsen getur verið fangelsisstjóri. Hann þekkir sko til í fangelsum.
Við þurfum ekki margar fangaverði þarna. Eiginlega engan sko. Við skjótum bara vistum til fanganna með slöngvuvaði og svo loks þegar á að sleppa þeim, þá barasta gerum við það ekki. Ef maður endar sko í eyjum þá endar maður endanlega í eyjum. Losna bara við þennan glæpalíð!!
Getum sett upp myndavélar þarna til að fylgjast með liðinum. Svona reality TV show. Leifum föngunum að keppa í ýmsu bulli og sá sem vinnur fær tannbursta.
Seljum þetta til erlendra útvarpsstöðva og stórgræðum á þessu. Notum svo peninginn til að vetnisvæða landið. Allir Vinna!
Brilljant hugmynd.
![]() |
Nýr Herjólfur nauðsynlegur strax |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.12.2007 | 14:52
Xbox 360 sem Media Player
Eins og stendur þá hef ég síðustu 2-3 ár verið með XBMC á gömlu xbox leikjavélini. XBMC tengist svo í windows xp tölvu sem innheldur smá magn af gögnum. XBMC hefur virkað vel þessi ár en núna er allt víst orðið high def og gamla xbox vélin ræður ekki við þannig vinnslu.
Í gær tók microsoft sig til og bauð upp á uppfærslu á codecs fyrir xbox 360, nánar til tekið þá er hægt að spila núna DivX og XviD sem þýðir að mikið af efni sem hægt er að nálgast með ýmsum leiðum er núna hægt að spila á xbox 360.
Ég tók mig til, ræsti upp WMP 11, stillti hann til að deila efni í xbox 360 og allt svínvirkar. Virkar bara vel meira að segja. Viðmótið mætti reyndar vera aðeins betra, maður er víst aðeins of vanur XBMC.
Xbox 360 vélin er reyndar of hávær fyrir minn smekk. Maður tekur svo sem ekki mikið eftir þeim hávaða þegar allt er í gangi en þetta er samt ennþá hávaði. Þetta er líka Microsoft, þannig að maður fær ekki að fikkta mikið í þessu.
Ég vona bara að XBMC linux portið verði nógu stöðugt til að nota það að viti... en það er alltaf líka mythTV....
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2007 | 08:31
Upprisan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2007 | 12:51
Ég hef rekið við af meiri krafti.
Kári á ekkert í mig sko.
![]() |
Hvassviðri enn mikið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2007 | 09:57
BT/Skífan græðgi.
Eftir að Skífan eignaðist BT þá hefur verðið þarna farið hækkandi degi frá degi. Áður var BT fín búð til að finna sér eitthvað ódýrt. Búðin hét nú Bónus Tölvur. Ódýrir DVD og leikir. En eftir að Skífan eignaðist BT þá er allt farið til fjandans. Eintómar hækkanir á verði og heimasíða BT orðin að sorpi.
Venjulega þegar mig langar í eitthvað þá fer ég í BT í Skeifunni og ég sé eitthvað sem mér lýst vel á þá röllti ég yfir í Elko sem er rétt hjá og versla þar. Ef ekki til það þá eru til aðrar búið en BT/Skífan.
Verðmunur getur verið stundum 2000 kr á einum tölvuleik eða DVD disk.
Gallinn er að BT er að breytast. Þeir eru farnir að selja mun meira af sjónvörpum og græjum. Minna af tölvum, en eru ennþá með ansi gott DVD safn.
Dýrt safn.
Mæli með að fólk versli í Elko, Tölvuvirkni eða öðrum litlum og ódýrum tölvubúðum sem ég veit ekki um.
![]() |
Tölvuleikirnir eru dýrastir í BT |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.11.2007 | 11:43
Bankarán í Los Angeles.
Held að þetta sé úr bílaauglýsingu....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Simon asks...
Tenglar
Bullarar
Aðrir bloggarar
- Sigga og Gestur Miðjarðarhafs sjóræningjar
- LittleMissly
- Nördarnir
- Ritstífla
- Hjördís
- Tezla
Annað
Annað dóterí
- Picasa vefmyndsvæði Myndsvæði mitt. Fremur tómt eins og stendur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar