28.11.2007 | 15:24
Útgefendur eiga að gefa út allt efni á netinu.
Maður vill ekki endilega eiga risa safn af DVD diskum upp alla veggi og niður öll gólf. Ég vill hafa þetta inni á harðadisknum mínum.
Þetta mun gerast á endanum, hægt og rólega, sumt tónlistarfólk og útgefendur eru farnir að átta sig á þessu og gefa út tónlist án afritunarvarnar í gegnum netið. Sumir halda sem fastast að sér. Græðgin og traustleysið ríkir hjá þeim. Útgáfa á netinu sleppir oft líka útgefandanum, búðareigendum, flutningskostnaði og fl. sem ég hef ekki hugmynd um.
Minni kostnaður til neytenda, meiri gróði til höfunda.
![]() |
Frakkar grípa til aðgerða gegn ólöglegri dreifingu efnis á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2007 | 11:47
Uppþvottavél R.I.P.
Uppþvottavélin sem hefur fylgt mér í gegnum lífið síðustu 15 árin hefur gefið upp öndina. Þessi vél var sú fyrsta sem kom á heimili foreldra minna fyrir 15 árum. Hún þjónaði tilgangi sínum sem. Kvartaði og kveinaði aldrei, þvoði bara og þvoði á hverjum degi í 15 ár. Margir diskar, glös hnífapör og pottar hefur hún þvegið þegjandi með sápu.
Hún var traustur vinnukraftur og öflugur aðili sem var hluti af lífi mínu í 15 ár. Þessi 15 ár voru góð. Aldrei var farið illa með hana. Þó stundum var illa skolað af diskum þá kvartaði hún aldrei. Hún sagði ekki orð þegar foreldrar mínir ákváðu að skipta henni út fyrir yngra módel. En eins og oft með þessar ungu þá kunni hún bara alls ekkert að þvo. hún þurfti víst að gera eins og allir Evrópubúar og spara vatn, og svo þurrkaði hún svo illa. Ég tók gömlu þvottavélina fegins hendi með mér í Rauðásinn þar sem hún var í afslappaðri vinnu, þvoði aðeins tvisvar í viku. Rólegt líf á elli árunum.
Síðasta sunnudag gaf hún blessunin upp öndina.
Henni verður sárt saknað.
P.S.
Ég er EKKI að fara borga einhverjum viðgerðargaur 8000 kall bara fyrir að koma og kíkja á hana.
Uppþvottavélin kaus að engar lífgunartilraunir væru gerðar á henni.
Megi hún hvíla í friði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2007 | 15:24
Ahhh... first dansinn sem gift hjón.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2007 | 11:56
Ég mun aldrei nota almenningsklósett
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2007 | 08:56
Friggin kalt.

Djöfull kalt verð ég að segja. Ég er bara ánægður að það hafi ekki veri hvasst. Þá væri sko Kári mætur á svæðið.
En djöfull hata ég jeppa. Ef ökumaður Jeppa er ekki smiður, pípari eða einhver verkamaður sem virkilega þarf allt þetta pláss í bílnum þá verð mér illa við ökumanninn( fyrir utan pabba auðvitað). Þessar typpastækkanir eru stórar, fyrirferðamiklar, hægar og almennt fyrir manni. Maður getur ekki séð umferðina fyrir framan þá, getur ekki séð almennilega þegar maður bakkar úr stæði ef einhver fáviti leggur hliðina á manni. Maður á ekki að fara að kaupa inn á 3 tonna farartæki!
Held að það ætti að skattleggja jeppana enn frekar og neyða þetta fólk að sætta sig við sinn drjóla.
Já og fólk á bling bílum er líka fífl. Það eru bara lítil börn sem vilja ekki jeppastækkun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2007 | 13:14
Hvað nú?
En já, Torrent.is geta sjálfir um sér kennt. Svo lengi sem ekkert íslenskt efni var miðlað þarna, þá var SMÁÍS alveg nákvæmlega sama um þá.
Held að það sé nú ekki hægt að handa þá fyrir þetta. Þeir eru ekki að deila neinu. Þeir gefa bara upp hlekki að efni sem ólöglegt.
Ekki er nú ólöglegt að benda á eitthvað sem má ekki.
Hvernig var það nú.. fékk SMÁÍS ekki lagt skatt á harða diska og geisladiska einmitt út af ólöglegri deilingu, réttlættu það með því að segja að þeir væru að tapa á deilingu landans. Voru þeir þá ekki að samþykkja deilinguna með því að skella á hana skatt? Létu hina sem deildu engu borga meira fyrir sína hluti.
Ég er nú ekki lögfræðingur og vona að minnið mitt sé nú ekki alveg í ræsinu.
![]() |
Eigandi Torrent yfirheyrður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.11.2007 | 11:02
Myndband!
Af því að ég nenni ekki að skrifa neitt af viti.
Fótbolti er fyrir kellingar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2007 | 09:30
Þreyta
Djöfull er ég eitthvað þreyttur í dag. Maður er bara rétt mættur í vinnuna og ég er búinn að skalla borðið tvisvar. Það mætti halda að ég hafi ekkert sofið. Ætli þetta sé bara ekki skammdegið eða að ég var neyddur til að hlusta á diskinn með Luxor? Þessi diskur er eitt mesta ógeð sem hvalur hefur ætl upp á land eftir að hafa étið mann með drullu sem átt Mcdonalds borgar búinn til úr lambaspörð.
En já ég er eitthvað þreyttur. Fínn á mánudegi og þreyttur á föstudegi. venjulega var þetta öfugt. Maður var þreyttur á mánudegi eftir allt djammið um síðustu helgi. Núna er maður farinn að draga úr þessu djamm rugli og vinna vinna vinna. Þreyttur á föstudegi.
En kannski er þetta bara skammdegið. Klukkan er núna hálf 10 og það er ennþá dimmt... eða er það kannski bara filmurnar á gluggunum hér?
Svo margar spurningar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2007 | 15:27
Ætti bara að banna allan ruslapóst.

Ég fæ og borga alla mína reikninga núna í gegnum heimbankann minn. Ég játa nú að það er ágætt að hafa fréttablaðið á morgnana. Kíkja aðeins á skrípó meðan ég borða kornflexið. En ef ég sé að leita að fréttum þá fer ég á netið og les, ruv.is, visir.is og mbl.is.
Ég reyni að fara með ruslapóstinn í endurvinnslu en maður bara nennir stundum ekki að fara með það út í bíl og keyra að næsta gámi. Það væri nú ágætt að getað fengið eina endurvinnslafötu hliðina á póstkassanum. Þá myndi ég sko opna póstkassann og henda öllu nema reikningum og fréttablaðinu beint í ruslið.
Ég reyndi nú einu sinni að setja miða á póstkassann sem bannaði gluggapóst og dagblöð en það var bara hunsað.
Og svo eru jólin að koma... Póstkassar landsins munu springa undir álagi og bak póstmanna brotna undan þyngd...
![]() |
Leitað leiða til að draga úr blaðaúrgangi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2007 | 10:10
Hrekkjavaka 2007
Ég bara verð að segja að hrekkjavaka 2007 tókst bara mjög vel. Allir virtust hafa skemmt sér konunglega og sumir urðu meira að segja smá hræddir.
Allir mættu í búningum. Sumir lögðu svolítið meira í þá en aðrir og þurftu að drekkja með röri og sleppa matnum. Aðrir með minni fyrirhöfn en samt flottir.
Ég var mjög ánægður með Hrekkjavökuna og ég og Solla stefnum á að halda þetta aftur á næsta ári.
Ég er búinn að henda inn myndum inn á myndasvæðið hér hjá blog.is. Hlekkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Simon asks...
Tenglar
Bullarar
Aðrir bloggarar
- Sigga og Gestur Miðjarðarhafs sjóræningjar
- LittleMissly
- Nördarnir
- Ritstífla
- Hjördís
- Tezla
Annað
Annað dóterí
- Picasa vefmyndsvæði Myndsvæði mitt. Fremur tómt eins og stendur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar