12.7.2007 | 19:32
Hells kitchen
Ég tók mig til rétt áðan og eldaði minn fyrsta rétt með gaseldavél. Þó ég hafi búið hérna í næstum 4 mánuði þá hef ég aldrei lagt það á mig að elda mat á þessari gasvél. Í fyrsta lagi var ég svolítið hræddur við að elda með gasi(hafði aldrei gert það áður) og að auki er svo fjandi dýrt að elda fyrir einn.
En jæja, ég fór út í búð og keypti mér grísahakk(nautahakkið var búið). sveppi, gulrætur, papriku, kartöflur og lauk. skar allt dótið í sneiðar, kveikti á eldavélinni, skellti pönnunni á og byrjaði.
Mér tókst að brenna mig smá, þurfti að fikta aðeins til að ná rétta hitanum en allt gekk að óskum.
Afrakstur eldamennsku minnar var allt í lagi. Grísahakkið er nú ekki endilega gott per say, allavega ekki eins og ég elda það. En þetta var ágætt á bragðið og ég á afgang. Held að ég þurfi bara að fá meiri reynsla á þetta helvíti.
Ég þarf víst að versla mér meira dót í eldhúsið, svoddan batchelor líf hérna..
Simon asks...
Tenglar
Bullarar
Aðrir bloggarar
- Sigga og Gestur Miðjarðarhafs sjóræningjar
- LittleMissly
- Nördarnir
- Ritstífla
- Hjördís
- Tezla
Annað
Annað dóterí
- Picasa vefmyndsvæði Myndsvæði mitt. Fremur tómt eins og stendur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Batchelor smatchelor... bara út að kaupa og búið!
Ef þú nennir ekki út í búð þá er það Vörutorg í tívíinu ;)
Una Kristín (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.