22.5.2007 | 10:06
Þreyta dagsins
Ég virðist alltaf getað fundið mér eitthvað að gera á næturnar og kvöldin, hvort það sé að hanga í tölvunni, stara á imbakassann, gera eitthvað við heimilið eða kíkja í bíltúr. Geri bara eitthvað til að koma í veg fyrir að ég fari að sofa. Mér finnst nefnilega voðalega leiðinlegt að vakna þó ég hafi ekkert á móti því að sofna...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2007 | 09:30
Friðhelgi einkalífsins
Ég veit að lögreglan meinar vel og lofar að notkun þessara véla muni ekki brjóta á rétti fólks, en ef ég þekki mannskepnuna rétt þá mun það gerast. Lögreglan líkt og við flest hin er mennsk. Ég á vel von á því að þessar vélar eiga eftir að vera notaðar til að rjúfa friðhelgi einkalífsins á einn eða annan hátt. Hvort það verður af lögreglu eða þeim sem eiga efni á að kaupa sér svona vél, eins og t.d. Papparati eða internet pervs.
En tæknikunnátta lögreglu heldur áfram að batna. Radar til að skynja ofsaakstur, áfengismælar, hlerunartæki, mannvæn vopn og núna fljúgandi myndavélar. Ég bara held að framtíðin er núna. Allt gert til að vernda almenninginn fyrir sjálfum sér. Spurning hvort stóri bróðir er aðeins farinn að láta sjá sig í Bretlandi? Ef ég man rétt þá er fjöldinn allur af myndavélum í Bretlandi sem fylgist með landanum og meirihluti Bretlands er því fylgjandi. Mér væri sama þó að eftirlitsvélar væru hérna út um allt á Íslandi, svo lengi sem engin væri nú beind inn til mín auðvitað.
![]() |
Fjarstýrð smáþyrla til lögreglueftirlits |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.5.2007 | 09:21
Snókorn falla á minn skalla.
Mikið var nú gaman að klæða sig í úlpuna og hanskana í morgun og fara út að skafa snjó af bílnum.
Það var nokkuð ánægjulegt að sjá eymd nágranna minna í morgunsárið þegar þeir sáu ástand bíla sinna. Það gerði mína eymd beranlegri. "Misery loves company"? er það ekki eitthvert orðatiltæki úti í hinum stóra heimi?
En þessi snjór er nú ekki svo alvarlegur, þó að þrír fóru út af á Reykjanesi, allir á sumardekkjum víst.
Ég er nú ennþá á mínum vetrardekkjum, þau eru nú ónegld víst, þannig að ég brýt víst engin lög... allavega engin lög sem ég veit um.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2007 | 08:38
Von fyrir Magna, Bruce Willis og önnur stórmenni eins og mig?
Eða er þetta bara lausn fyrir mýs? Vísindamönnum hefur nú tekist að gera stórkostlega hluti fyrir mýs. Ef ég man rétt þá eru til mýs sem eru greindari, sterkari, sneggri, læknast hraðar, glóa í myrkri, lifa lengur og ég gæti víst lengi talið.
En já, sem gaur sem er að vaxa upp úr hársverðinum þá væri nú ágætt að fá lausn á hárleysinu. Persónulega finnst mér ágætt að raka á mér hausinn en flestar vinkonur mínar vilja nú að ég hafi einhvern lubba á höfði mér, þó að þunnur hann sé og götóttur.
![]() |
Vonir glæðast um að hægt sé að meðhöndla skalla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2007 | 16:45
Kemur svosem ekkert á óvart.
Karlar og ungir men og drengir eru oftast þeir fyrstu til að byrja að nýta sér nýja tækni. Hvort einhver not séu af þeirri tækni eða að þetta sé bara góð og skemmtileg afþreifing skiptir ekki máli.
Konur aftur á móti eru farnar að átta sig á nitsemi internetsins. Internetið er góður miðill til að dreifa og leita að upplýsingum um allt milli himins og jarðar. Og svo víst ágætis staður til að hitta annað fólk. Fullir karlar á bar eru oft ekki aðlaðandi...
Netið hefur mikið þróast í gegnum árin. Árið 1958 byrjaði bandaríski herinn að þróa samskipta tækni til til að auðvelda upplýsingarflæði í stríði og árið 1969 varð internetið eiginlega til þegar fyrsta nóðan varð virk. Loks árið 1990 var internetið kynnt almenningi fyrst og núna notar stórhluti mannkynsins það til að lesa fréttir, leika sér, leita að uppskriftum, kaupa föt og annað, auk þess auðvitað að skoða þessi 12% netsins sem er víst erótískt eðlis...
Ég man eftir því ég byrjaði fyrst að nota internetið. Fékk tengingu hjá Hringiðunni, 28.8. bit á sekúndu og það var bara nokkuð góður hraði. Maður þurfti að taka símann úr sambandi og eyða svo klukkutíma í að ná í eitt lag. Verð víst að játa að fjölskyldan var ekki par hrifin af þessu nýja áhugamáli mínu...
![]() |
Konur meira áberandi á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2007 | 12:10
Hróaskelda 2000
Ég man ennþá eftir mynd af Eddie Vedder þegar hann stóð á sviðinu og hélt utan um andlit sitt þegar hann áttaði sig á því að fólk var að troðast undir.
Þetta var sorgaratburður í sögu tónlistarhátíðar Hróarskeldu. Sjálfur hef ég farið tvisvar á þessa hátið og skemmt mér vel. Öryggisráðstafanir vegna tónleika hafa verið bættir til muna. Svæðinu er núna skipt í einingar og mikið er um gæslu.
![]() |
Máli vegna slyss á Hróarskelduhátíð vísað frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2007 | 11:20
Prufukeyrsla
Ég hef nú reglulega skrifað blogg á blogspot síðunni minni, en núna er ég aðeins að prófa mig á nýjum miðli.
Mér líkar nú svo vel við blogspot því það er í eigu Goggle og leyfir manni að tengja picasa myndsvæðinu í það. En hey maður er nú einu sinni íslendingur og við erum framalega í upplýsingartækni, því ekki að prufukeyra blog.is í smá tíma, fikta hér og þar, sjá hvað ég get gert með þetta litla svæði mitt hjá mbl.is.
Þetta kerfi lofar nú góðu finnst mér bara. Ekki mikið pláss fyrir myndir en það er nú ekki svo dýrt að stækka það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2007 | 09:02
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Simon asks...
Tenglar
Bullarar
Aðrir bloggarar
- Sigga og Gestur Miðjarðarhafs sjóræningjar
- LittleMissly
- Nördarnir
- Ritstífla
- Hjördís
- Tezla
Annað
Annað dóterí
- Picasa vefmyndsvæði Myndsvæði mitt. Fremur tómt eins og stendur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar