Friday the 13th.

Ég og Solla erum byrjuð að horfa á Friday the 13th myndirnar.  Eins og stendur erum við búin að horfa á fyrstu 3 myndirnar. númer 2 verð ég að segja að sé sú besta af þessum þrem. Tók nú eftir því í númer 3 að Jason finnur þar hokkí grímuna og sveiflar sveðjunni ansi mikið. Búinn að finna sig gaukurinn.

Sollu brá nú tvisvar ansi mikið. Ég fékk að gjalda fyrir það, með höggum og beittum nöglum.
Við stefnum á að horfa á Friday the 13th myndirnar, taka svo Nightmare on Elmstreet myndirnar og enda svo dæmið á Freddy Vs. Jason. Kíkjum svo á nýjustu Friday the 13th við tækifæri.

 


Its friggin monday.

Suddaralegur mánudagur. Blautur og vindsamur. Eins og prump sem kemur manni á óvart.
Maður á von á einum þurrum en svo er manni skemmtilega komið á óvart. Smá fruss kemur með.
Þannig ða maður gengur allan daginn með smá bleytu í brókinni sem nuddast í borunni þar til maður gefst upp og fórnar brókinni til Satans.
Restina af deginum gengur maður með klósettpappír í saurþrýstiholunni.


Anyhow... nóg um þessar pælingar.  Síðastliðin mánuð hefur gengisvísitalan styrkst um 12,5%. Farið úr 218 niður í 191 og frá 251 frá því í desember... um 25%. Hvenær byrja vörur að lækka aftur. Hvenær verður lögum um verðtryggð lán breytt? Hvenær lækka stýrivextirnir?  Breyta þessar pælingar áliti ykkar á mér frá fyrri saur umræðu?


Bull og vitleysa.

Eitrað fyrir Árna Johnsen. Bull og vitleysa. Hann hefur örugglega eitrað fyrir sjálfum sér.  Hann lýgur þessu til að draga að sér athygli. Hann hefur logið áður að þjóðinni og gerir það núna aftur
Hann er nógu mikið nutcase til að gera það. Ég meina lítið bara á þennan jakka sem maðurinn er í. Maður veit ekki hvort hann hafi keyrt yfir eitthvert dýr á jeppanum sínum eða stolið honum frá næsta geðveikrahæli.
Og af hverju er alltaf talað um Árna Johnsen þingmann? Hvað með Árna Johnsen þjóf eða Árna Johnsen lygara eða Árna Johnsen ofbeldismann?


mbl.is DV: Eitrað fyrir Árna Johnsen
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Female expressions

Hef séð númer 1 ansi oft á kærustunni .. hmm 2 líka.... 4... og  9....  og 10....

 female_expressions.jpg


Mondaymadness

Ekki alveg en manni vantar fyrirsögn.wallpaper_need_for_speed_most_wanted_04_1024.jpg

Ég er byrjaður að spila Need For Speed: Most wanted aftur. Þvílík argasta snilld er þessi leikur.
Maður getur eytt tímunum í því að keyra eins og andskotinn á spítti meðan kærastan situr inni í stofu og lærir meðan ég öskra og bölva sjónvarpinu meðan hún les og les og les og ég hlæ hlæ og æsist allur upp og hún sér línurnar í bókinni renna saman í eina súpu á meðan ég fyllist af adrenalíni og endorfíni og kemur út úr herberginu allur víraður og fæ mér sígó til að róa mig niður.
 


Its friggin cold outside

Svo kalt út að rúðupissið var eins og lýsi. -11 friggin gráður í Árbænum, svo þegar komið er niður í bæ þá er kuldinn um -8 til -9 gráður.

 Jæja ég er víst skráður í Lífshlaupið. Held ég stefni bara á að halda áfram að hreyfa mig eins og venjulega, 3 - 4 sinnum í viku. Nenni ekki að vera að auka þetta eitthvað út af einhverri keppni sem er milli starfsmanna í fyrirtækinu. Sérstaklega þar sem treyst er á að fólk segir sjálft um hversu mikið maður hreyfir sig. Sumir ýkja kannski... "það tók mig hálftíma að komast á fætur, mjög erfitt".... ókey og eru veruleikafirrtir.

En já, kærastan er komin með nýtt gifs. Það nýja er rautt, léttara og meira pæjulegra. Solla þarf víst að vera með gifsið aðeins lengur en við áttum von á. Ég held við lifum það af.

Já svo tók ég eftir því að krónan hætti að styrkjast eftir að nýja ríkisstjórnin tók við... Og þessi stjórn virðist ekki vita hvað hver meðlimur vill eða hvað er í gangi. Orðin "Minn skilningur" virðist vera ansi mikið notað. já og skoðanakannanir sýna að sjálfstæðisflokkurinn virðist vera standa sig ennþá. Interesting times.

Já ég kláraði Prince of Persia, flottur leikur, of auðveldur, sorglegur endir. Góður leikur.


Leti og aftur leti?

Jæja maður hefur ekki verið mikið að nenna að blogga. Hefur barasta ekkert að segja. Það er eitthvað svo mikið að gerast í kringum mann. Stjórnin fallinn, Barack forseti. Allir af segja af sér blah blah blah.

Reyndar tókst Sollu að detta í hálkunni og brjóta á sér úlnliðinn. Við eyddum um næstum 5 tímum á slysó. Svaka fjör. Mikið af fullu fólki að detta í hálkunni....
Solla þarf að vera í gips (hihi, gips... gifs? gipps?) í fimm vikur. Það er ágætur tími verð ég að segja. Ætli það verður ekki komið enn á ný ný ríkistjórn, 2 í byrjun ársins. 

 Anyhow... ég fékk ekki að rokka nerd style síðustu helgi þar sem ég er svo góður kærasti. Stefni á að gera það næstu helgi, Guitarhero trommur og gítar, Bjór og sígó. Góður félagskapur. Hljómar bara vel.


Geisp og gól.

Á miðvikudegi með aðeins einn kaffibolla í mér. Barack orðinn forseti og allt á víst að verða betra. Skondið hvað hann Bush var eitthvað aumingjalegur þarna. Alveg eins og barinn hundur. Good riddance.

En já mótmæli í bænum fram á myrka nótt. Kveikt í Oslóarjólatréi og full gaur í fangageymslunni. Hljómar eins og partý.

Anyways... ég er búin að koma kærustinni inn á Scrubs. Er núna að horfa á alla þættina frá byrjun. Þvílík hamingja og þvílík snilld. Kannski ég reyni að koma henni inn í L-word næst... Hmm já það minnir mig á það L-word er víst að hætta en það koma aðrið þættir í staðinn. Þeir eru í anda Oz... bara í kvenfangelsi... frá sama liði og gerði L-word... í fangelsi... með stelpum... og you know... sturtum og sápu...
I love being a guy.


Harðsperrur dauðans.

Ég hreyfi mig þessa daganna eins og gamalmenni. Sest niður varlega og emja aumingja. Síðustu skipti sem ég hef farið í ræktina hef ég verið fremur latur að æfa lappirnar. Finnst það bara svo hundleiðinlegt. 
Fyrir stuttu ákvað ég að breyta aðeins prógraminu, gera það sem er kallað circuit training. Þá þjálfar maður hratt margar æfingar með sem minnstri hvíld milli æfinga og endurtekur svo 2-3 eftir nokkra mínútu hvíld. Maður svitnar eins og andskoti af þessu.
 Ég ákvað í leiðinni að breyta öllum æfingunum, hrista aðeins upp í þessu svona... Bætti við lunges. Lunges er langt skref á áfram, beygja hnéin í um 90 gráður og svo svo til baka. Jane Fonda mælir með þessari æfingu til að fá flottann rass... Og já, það tekur vel á rassinn og lærin. Ég get varla sest niður án þess að emja. 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Tryggvienator
Tryggvienator
I´m the dog´s bollocks.

Simon asks...

á að leggja niður vörugjald?

Nýjustu myndir

  • asshole
  • ...zombiejc
  • ...men
  • ...honk_canada
  • Freddy vs. Jason
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband