2.3.2009 | 12:37
Banna Nagladekk!
Hvernig væri bara að banna það sem veldur svifryksmengun?
Bannið nagladekk. Bannið stóra egó bíla á risanagladekkjum sem rífa upp malbikið. Eða bara skella skatti á það fólk sem vill vera á nöglum.
Algjört bull að banna fólki að keyra bíla sína eða loka götum og hverfum af því að einhverjir fávitar eru búnir að rífa upp göturnar með nagladekkjum á sínum 3 tonna farartækjum.
Fáið ykkur harðkorna, loftbólu, hvað sem er, bara eitthvað annað en nagladekk.
Refsum öllum, ekki aðeins þeim seku eru það sem er verið að gera.
En já þetta er víst viðbragðsáætlun, ekki lausn. Betra að meðhöndla einkennin en að lækna sjúkdóminn er kannski hugsunarhátturinn hjá þessu liði.
Áætlun gegn svifryksmengun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Simon asks...
Tenglar
Bullarar
Aðrir bloggarar
- Sigga og Gestur Miðjarðarhafs sjóræningjar
- LittleMissly
- Nördarnir
- Ritstífla
- Hjördís
- Tezla
Annað
Annað dóterí
- Picasa vefmyndsvæði Myndsvæði mitt. Fremur tómt eins og stendur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tryggvi hvað myndir þú gera ef klósettpappír væri ekki seldur yfir vetratímann? myndir þú þá banna ákveðnar matartegundir sem gæfu af sér meiri skít? Málið er að Götusópurum er lagt yfir veturinn!!! Það er uppsafnaður skítur til margra mánaða á götunum sem þyrlast upp, það koma oft góðir dagar yfir veturinn sem hægt væri að hreinsa aðal göturnar. Ég man ekki eftir að hafa séð svifryksmengunarmælingu yfir sumartímann, myndi vilja sjá mismuninn (salt er ekki mynni skaðvaldur enn nagladekk) nagladekk eru ennþá öruggustu dekkin og ennþá eru meira enn helmingur allra bíla á nagladekkjum, þaraleiðandi er allt tal um að refsa nagladekkjabílstjórum hreinn skattur (ný álög)á bifreiðaeigendur.
Sverrir (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 13:57
Það er svo mikil fásinna að halda að þetta sé allt nagladekkjunum að kenna. Ég bý í Malmö og hér sest nánast aldrei snjór og fullt af fólki keyrir um á nagladekkjum en samt er svifriksmengunin hérna ekki nema brot af því sem hún er í Reykjavík. Eitthvað annað og meira er í gangi þarna en bara nagladekkjaakstur. Ég hef aldrei séð neina úttekt á efnasamsetningu þessa svifryks en slíkt væru verulega fróðlegar upplýsingar og vísbendingar um hvaðan allt þetta svifryk kemur raunverulega.
Gulli (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 14:21
Sæll Gulli, það væri fróðlegt að vita hvort götur í Malmö eru þrifnar yfir veturinn og hvort þeir nota salt, hér sést ekki götusópari(Hreinsunarbíll)allan Veturinn.
Sverrir (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 15:10
Það er vitað að nagladekk valda svifryksmengun
Að auki vilja nú margir kenna lélegu malbiki hér á íslandi um þetta. Naglarnir tæta það upp auðveldara en í öðrum löndum. En hvort er nú auðveldara? Skipta um dekk eða skipta um malbik á öllu landinu?
Notkun nagla í Reykjavík er takmörkuð. Það koma kannski 3 til 4 dagar á ári þar sem nauðsynlegt er að nota nagla.
Ég hef aldrei verið á nöglum í þau 12 ár sem ég hef keyrt bíl. Aldrei hef ég lent í vandræðum eða áresktri. ÉG samþykki það að naglar séu nauðsynlegir úti á landi þar sem aðstæður eru verri. En í Reykjavík aldrei.
Nagladekk í Reykjavík er heimska. þau menga, eru hávaðasöm og notagildi þeirra yfir vetratímann er í lágmarki.
Svo skulum við ekki gleyma kostnaðinum við að gera við göturnar eftir naglana.
Skellið ykkur frekar á harðkornadekk
Tryggvienator, 2.3.2009 kl. 15:43
Sæll Tryggvi, ég hef heyrt frá manni sem þekkir til að Reykjavík(jafnvel aðrir)kaupa ódýrari (lélegri) Tjöru, á Keflavíkurflugvelli var notuð þykkari Tjara á Flugbrautir og vegi, hún þarf meiri hita og síðan var valtað mikið, hér er varla valtað, malbikunarvél látin duga við þjöppun að mestu, síðan er umferð hleypt á nokkrum tímum seinna, á vellinum var beðið í minnstakosti sólahring, hér linast malbikið og verður að drullu í sumarsól.
Sverrir (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 16:31
Nú bý ég í Reykjavík og er þar í námi. Ég er Akureyringur og keyri nokkrum sinnum heim yfir veturinn.
Naglar eru nauðsyn í það, alveg sama hvað allir segja um loftbóludekk og álíka að þau gera agalega lítið
miðað við naglanna, hef sjálfur prófað það.
Það að leggja skatt á nagladekk væri bara til þess fallið að þeir sem minnst eiga myndu láta sig hafa það
að keyra á einhverjum öðruvísi dekkjum og væru þá líklegri til að lenda í slysum.
Ég tel að það sé út í hött að skattleggja fólk fyrir að vilja vera öruggt í umferðinni.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 17:13
Hvernig væri bara að hafa ekki áhyggjur af svifryksmengun? Þó það sé lítið af umhverfisvandamálum á Íslandi þá þýðir það ekki að maður þurfi endilega að skella sér á það sem er hendi næst bara til að hafa áhyggjur af einhverju.
Svifryk er ofmetnasta vandamál sl. 20 ára á Íslandi á eftir kristinni trú (sem er ekki beint sama bókstafstrú og við sjáum í suðurríkjum Bandaríkjanna). Himininn er ekki að falla þó fólk keyri á nagladekkjum, og þó það sé fínt að nota svifryk sem ástæðu til að leita betri aðferða þá myndi ég hafa meiri áhyggjur af pólitísku valdabrölti svo eitt dæmi sé nefnt.
Drullumall (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.