8.1.2009 | 11:12
Heyr Heyr!
Síðast þegar ég fór þennan veg á fólksbílnum mínum þá hristist hann í sundur... ljós að aftan losnaði frá ásamt lifur minni og görnum. Kærastan endaði á hvolfi í aftursætinu eftir aksturinn. Hún var í bílbelti. Titringurinn og hossið og skoppið hliðruðu henni úr fasa við þennan efnisheim þannig að hún losnaði úr bílbeltinu og endaði í aftursætinu. Ég hef bara séð Súpermann gera þetta.
En já hrikalegur vegur í allastaði sem leiðir af einum fallegustu náttúruperlum Íslands.
En já hrikalegur vegur í allastaði sem leiðir af einum fallegustu náttúruperlum Íslands.
Skora á stjórnvöld að ljúka við Dettifossveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Simon asks...
á að leggja niður vörugjald?
Tenglar
Bullarar
Aðrir bloggarar
- Sigga og Gestur Miðjarðarhafs sjóræningjar
- LittleMissly
- Nördarnir
- Ritstífla
- Hjördís
- Tezla
Annað
Annað dóterí
- Picasa vefmyndsvæði Myndsvæði mitt. Fremur tómt eins og stendur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er fínt að þessi vegaframkvæmd frestast og vonandi nógu lengi til að veginum verði breytt í hægan þjóðgarðsveg með 70 km hámarkshraða í stað 90 km hraða þungaflutningahraðbrautar með það eitt markmið að geta djöflað ferðamönnum nógu hratt í gegnum þetta hérað. Þessi vegagerð er hugsuð í þeim tilgangi einum að geta gert út ferðamennsku frá Akureyri, Mývatni og Húsavík án þess að ferðamennirnir þurfi nokkra þjónustu að sækja í heimahérað þjóðgarðsins nema að míga og skíta. Þessu þarf að breyta hið snarasta og með frestun er kannski einhver von til þess að viðkomandi ráðamenn verði farnir og nýir og skynsamari teknir við þegar framkvæmdir hefjast að nýju.
Það er líka spurning hvort ekki væri sniðugt að leggja hraðbraut úr Reykjahverfi yfir Reykjaheiði og beint austur í Gjástykki og drífa í Vaðlaheiðargöngunum. Þá þyrfti ekki heldur að koma við á Húsavík og Tjörnesi og hægt að gera allt heila klabbið út frá Akureyri innan dagsferðatíma og hirða jafnframt allar tekjurnar þar enda þurfa Akureyringar á því að halda.
corvus corax, 8.1.2009 kl. 11:39
Að við tölum ekki um kamarinn við fossinn Oj!
En hvernig er það, á ekki að segja DettifossARvegur? Á ekki að fallbeygja svona orð, eða er þetta emblisíska?
"Skora á stjórnvöld að ljúka við Hesturveg" væri hálf bjánalegt líka.
Ólafur Þórðarson, 8.1.2009 kl. 11:42
:-)
Ólafur Þórðarson, 8.1.2009 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.