Dagurinn eftir hátíðarnar.

Þ.e.a.s. ég er aftur mættur í vinnuna eftir jólafríið. Svosem allt í lagi þannig séð. Aldrei þessu vant þá mætti ég fyrstur á skrifstofuna. Svaka fjör mar, fékk að slökkva á þjófavörninni og alles.
Skondið hvað maður er snöggur að temja sér slæma siði um jólin.... Og maður er hálfpartinn neyddur til þess. Maður byrjar að borða óhóflega mikið magn af óhollum mat. Það er litið niður á mann ef maður gerir það ekki. Alltaf verið að segja manni að fá sér meira, það er nóg eftir!! Allt löðrandi í sósu og fitu. Ljúfengt en óhollt. Maður er alltaf étandi.. Sumir þurfa að mæta í þrjár veislur á dag... aðrir bara tvær... lucky bastards!
Svo er maður í fríi, og þeir sem eiga ekki börn, fá að sofa út, og sofa sífellt lengra út, fara seinna að sofa og sofa ennþá lengra út. Áður en maður veit af þá er klukkan orðin 3-4 þegar maður fer að sofa og maður fer á fætur 12 til tvö.... Svo þarf maður að mæta í vinnuna...
Maður heldur að það sé ekkert mál að fara  sofa fyrir tólf allt í einu... Tannburstar sig, skríður upp í rúm, kitlar kærustuna, les smá í bók... liggur andvaka til svona um hálf 2... sjitt... Það er of heitt, það er of kalt. Ég mun verða óstarfhæfur í vinnunni á morgun! panic panic! klukkan er orðin sjö. Þú ert nokkuð viss um að þú hafir vakið alla nóttina en að minnsta kosti fékk maður um 3 tíma í svefn... örugglega...
Næsti vinnudagur verður stjórnað af Java baunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tryggvienator
Tryggvienator
I´m the dog´s bollocks.

Simon asks...

á að leggja niður vörugjald?

Nýjustu myndir

  • asshole
  • ...zombiejc
  • ...men
  • ...honk_canada
  • Freddy vs. Jason
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband