6.10.2008 | 15:08
Snilld.
Þetta ætti að vera skildubúnaður í alla nýja bíla hérna á Íslandi. Nýir bílstjórar valda flestum slysum, sérstaklega þegar bílinn sem þeir aka er kraftmikill. Persónulega skil ég ekki af hverju bílum sem ætlað er til almennar umferðar þurfa að getað komist upp í 200 km hraða þegar hámarkshraði er 90 km.
Það ætti að stilla alla bíla þannig að ekki sé hægt að keyra hraðar, en auðvitað geta komið upp ástæður þar sem meiri hraði er nauðsynlegur. Gallinn við bíla er og verður alltaf bílstjórinn.
Margir líta á bílinn sem holdgerving frelsis. Ég lít á hann sem tæki til að komast frá A til B.
Ég þoli ekki dúndrandi technotónlist sem kemur frá einhverjum peniscar. Bílstjórinn er oftast einhver lítill tittur með derhúfu. Derhúfur gerir fólk heimskulegt í útliti. Techo líka. Fjandinn hafi það. Bílar gera fólk líka heimst.
Stórir bílar, kraftmiklir bílar, risa spoiler eða risadekk. Dúndur græjur og neon ljós, fm hnakka madness.. Þvílík heimska. Jájá bílinn er flottur... en ég myndi aldrei láta sjá mig í einhverjum Bling bíl með dúndrandi techno eða fm tónlist... Bling bílar eru forljótir. Bling er basicly að skella nýju fóðri yfir sófann þar sem Jonni vinur þinn dó áfengisdauða og meig á sig. Það sjá allir að undir blinginu er pissublettur.
Alltaf fyndið þegar maður sér Bling bíl úti í kanti.
Bilaður er böstaður að löggunni. Sama heimskan.
Jæja nóg af rugl ranti.
Ford gerir foreldrum unglinga kleift að takmarka hraða og hávaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Simon asks...
Tenglar
Bullarar
Aðrir bloggarar
- Sigga og Gestur Miðjarðarhafs sjóræningjar
- LittleMissly
- Nördarnir
- Ritstífla
- Hjördís
- Tezla
Annað
Annað dóterí
- Picasa vefmyndsvæði Myndsvæði mitt. Fremur tómt eins og stendur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef lengi átt tilgátu (óprófaða reyndar) sem hljómar svo: Höfuðfatnaður hefur neikvæð áhrif á aksturshæfileika fólks. Þetta sést sérstaklega á tveimur hópum: unglingsstrákum með derhúfur, sem keyra eins og vitleysingar með tónlistina í botni, og gömlum köllum með kaskeiti sem aka yfir á rauðu (af því að fyrir 50 árum síðan voru ekki ljós á þessum stað) og keyra síðan öfugan hring á hringtorgi, af því að sú leið er styttri.
Valdís (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 16:59
sko... ef að allir bílar yrðu hraðatakmarkaðir í 90km hraða, gæti tekið ágætann tíma að fara framúr fólki sem keyrir hægt á þjóðveginum og annars staðar... og þá myndast röð, sem skapar þar af leiðandi meiri framúrakstur og fólk að taka áhættur og eykur slysahættuna... en svona... 120-130km limit væri fínt, þá kannski hætta hommarnir á turbo imprezzum og keyra eins og aular og stofna heilu fjölskyldunum í hættu
Daníel (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 01:06
Það sem á að gera er að banna fólki með bráðabirgðaskírteini að keyra aflmikla bíla og láta eingan fá fullnaðarskírteini nema að vera búinn að vera punktalaus í 1-2ár.
sambandi við hraðatakmarkara þá er ég á móti því. Ég hef nefnilega lent í því þegar ég hef verið að taka framúr að aðilinn hafi gefið allt í botn til að ég kæmist ekki framúr. Ef maður lendir í því þá getur verið nauðsýnlegt að fara vel yfir hámarkshraða til að forðast árekstur.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 7.10.2008 kl. 01:31
Ef ég man rétt, þá verða nýjir bílstjórar í einhverjum norðurlöndunum að vera með miða á hlið bílsins sem stendur "nýr bílstjóri", að auki er takmarkað hversu öfluga bíla þeir meiga keyra og bannað er að keyra á nóttunni. Gæti virkað hér líka.
Já hraði er auðvitað nauðsynlegur við vissar aðstæður. Sérstaklega þegar verið er að taka framúr hægum lestarstjóra.
Tryggvienator, 7.10.2008 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.