12.9.2008 | 14:49
Burt með nagladekkinn.
Aldrei hef ég ekið á nagladekkjum þau 12 ár sem ég hef verið á bíl. Ég hef verið á heilsársdekkjum, harðkornadekkjum og vetradekkjum á veturna án þess að lenda í einhverjum vandræðum á götum borgarinnar eða úti á landi. Ég játa það nú að ég keyri ekki mikið úti á landi á veturna en verið er að tala um Reykjavík.
smkv. Rúv hefur dregið úr notkun nagladekkja(í nóv 2007) og er um fjórðungur Reykjavíkinga sem eru á nöglum. 1/4 ökumannanna eru á dekkjum sem rífa upp malbikið sem líka veldur hljóð og loftmengun. Gríðarlegur kostnaður fer svo í að gera við götur borgarinnar eftir eyðileggingu 1/4 ökumannana. Að mínu mati á annaðhvort að leggja skatt á þá sem eru á nöglum eða banna notkun nagladekkja í Reykjavík alfarið og sekta fólk sem asnast til að keyra á nöglum.
Hægt er að vera á öðrum dekkjum en nöglum eins og t.d. harðkornadekk eða loftbóludekk. Þessi dekk standast alveg samanburð við nagladekk. Þetta er bara þrjóska eða fákunnátta í fólki að skipta ekki um dekk.
Óvíst hvenær úttekt á nagladekkjum lýkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Simon asks...
Tenglar
Bullarar
Aðrir bloggarar
- Sigga og Gestur Miðjarðarhafs sjóræningjar
- LittleMissly
- Nördarnir
- Ritstífla
- Hjördís
- Tezla
Annað
Annað dóterí
- Picasa vefmyndsvæði Myndsvæði mitt. Fremur tómt eins og stendur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.