3.6.2008 | 11:34
Kominn aftur frá Tyrklandi.
Og hefði nú alveg verið til í að vera aðeins lengur. En mér sýnist ég hafi nú tekið góða veðrið með mér aftur til Íslands.
Ferðin var snilld. Ég og Solla fórum til Marmaris sem er 6000 manna bær og fær um 800.000 gesti til sín yfir túristatímann. Allir voða vinarlegir og allt frábært. Góður matur, góður bjór og allt fremur ódýrt.
hitinn var á bilinu 34 til svona 39 þegar heitast var. Við flatmöguðum mest á daginn á ströndinni eða við sundlaugina á daginn og drukkum bjór og röltuðum um svæðið á kvöldin. Very nice!
Ferðin tók um 6 tíma í flugi og um 2 tíma svo í rútu. Fórum frá Íslandi um hálf 11 og vorum komin á hótelið á Marmaris um 12 á miðnætti...
Daginn eftir komu tóku Sigga og Beggi vinafólk Sollu á móti okkur og helltu aðeins áfengi í okkur. Bjórinn Efes rann ljúft niður.
Daginn fyrir brottför fórum við smá siglinu með Siggu og Gesti, kærasta Siggu, . Það var hápunktur ferðarinnar. Alveg æðislegt. Sigla með segli. Vindur og haf.. góður halli á bátnum. svaka fjör. Finna fallega vík, kasta akkeri og stinga sér í sjóinn og kafa og leika sér.
Sigga og Gestur eru að sigla um Grísku eyjarnar og barasta um allt Miðjarðarhafið og stefna á að koma til Íslands í okt nóv. Aðeins of mikil pakki fyrir mig. Kannski einn tvo mánuði... með 8-10 manns... Væri eðal... Hver er til?
Marmaris kort
Nokkrar myndir:
Simon asks...
Tenglar
Bullarar
Aðrir bloggarar
- Sigga og Gestur Miðjarðarhafs sjóræningjar
- LittleMissly
- Nördarnir
- Ritstífla
- Hjördís
- Tezla
Annað
Annað dóterí
- Picasa vefmyndsvæði Myndsvæði mitt. Fremur tómt eins og stendur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
velkominn heim! hvenar á svo að kíkja í bjór??
Alfreð Símonarson, 3.6.2008 kl. 12:02
Takk fyrir góðar stundir hér í Tyrklandi. Var alveg æði að sigla aðeins um með ykkur, þið eruð svo bara velkomin hvenær sem er :)
Skemmtilegar myndir, við erum ekki enn búin að koma okkar á netið þar sem Gestur skemmdi tölvuna okkar. En við vinnum í því í næstu höfn.
Sigga og Gestur (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 07:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.