31.1.2008 | 15:44
Smáís og STEF ættu að lögsækja Google.
Þar sem Piratebay vísar bara í skrár til að deila, en geymir þær ekki á sínum serverum, er þá ekki Google að gera það sama?
Prófið að leita að að "Astrópía torrent" á www.google.com
Hvað kemur upp? Torrent hlekkur til að ná í myndina Astrópíu.
Ég held að Smáís og STEF ættu að lögsækja Google og fleiri leitarvélar á netinu.
Þessar leitavélar eru augljóslega að auðvelda fólki deila tónlist og kvikmyndum.
Umsjónarmenn Pirate Bay ákærðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Tölvur og tækni, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 19:30 | Facebook
Simon asks...
á að leggja niður vörugjald?
Tenglar
Bullarar
Aðrir bloggarar
- Sigga og Gestur Miðjarðarhafs sjóræningjar
- LittleMissly
- Nördarnir
- Ritstífla
- Hjördís
- Tezla
Annað
Annað dóterí
- Picasa vefmyndsvæði Myndsvæði mitt. Fremur tómt eins og stendur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HAHA! góður.
En já þetta er satt Hérna sitjum við öll og hlæjum að ruglinu í Kínverjum að vera að ritskoða netið.
Svo vilja þeir bara gera það sama, þessir aðilar sem að augljóslega eru með gyllinæð.
Langbest finnst mér þó þau rök hjá Stef og smáís að þeir séu að "vinna fyrir littla manninn" þ.e.a.s Tónlistarmenn,
En ekki fyrir Jón Ásgeir og félaga í skífunni. Pfft, ég niðurhel ókeypis á meðan ég borga hæsta verð í heimi fyrir bensín.
Hermann Hrafn Bridde (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 17:23
heyr heyr
Einar Már (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 17:48
haha.. þetta er athyglisverðasta innlegg í þetta mál sem ég hef lesið lengi..
Ingi Björn Sigurðsson, 1.2.2008 kl. 10:00
Hmm, nú er ég að pæla. Má lögsækja mig fyrir að sýna hvernig hægt er að nálgast niðurhal á Astrópíu?
Tryggvienator, 1.2.2008 kl. 11:09
Það er alveg ótrúlegt hvað fólk reynir alltaf að réttlæta þetta endalausa ólöglega niðurhal. Fólki finnst þetta í lagi afþví að "það er ekki að skaða neinn" og svo kemur réttlætingin á stöðum eins og Piratebay: "þeir eru ekki að dreifa neinu sjálfir". Lagabókstafurinn er kannski ekki alveg með á nótunum því að þetta er frekar nýtilkomið að fólk geti stolið á netinu.
Setjum upp svipað dæmi.
Ef ég opna mynda-skipti-vefsíðu á netinu þar sem pervertar geta komið og skipst á barnaklámi, en mín síða geymir auðvitað ekki efnið sjáf og efnið fer aldrei beint í gegnum síðuna. En það væri alþekkt og vitað að þessi síða væri aðsetur perverta og hver sem er gæti komið þangað inn og náð sér í barnaklám.
Barnaklám er ólöglegt, brot á höfundarrétti er ólögleg. Síðan er samkvæmt ykkar skilningi ekki ólögleg, það fer ekkert ólöglegt vistað á henni.
Hvað mynduð þið gera? Leyfa þessari síðu að vera í gangi því það er ekkert ólöglegt á henni?
Þykist þið geta réttlætt niðurhalið því það er "minna ólöglegt" að brjóta höfundarréttalög
????
Gústi (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 12:41
"Hmm, nú er ég að pæla. Má lögsækja mig fyrir að sýna hvernig hægt er að nálgast niðurhal á Astrópíu? "
Það á augljóslega að kæra MBL, þeir eiga vefinn, og hagnast á auglýsingum.
Jón Gunnar (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 12:48
Gústi:
Inni á þessum íslensku torrentsíðum var ekkert barnaklám. Það var mjög hart tekið á þeim málum. Á síðunni torrent.is var strangt fylgst með því öllu saman. Torrent fór meira að segja að vilja útgefenda og tóku út allt íslenskt efni sem var þar í deilingu. En síðunni var lokað. Núna er tvær aðrar íslenskar torrent síður komnar í gang aftur, en þær tvær eru ekki á landinu. Komnar út fyrir íslenska lagararminn, gefa fingurinn til íslenskra útgefanda og deila öllu, en þó engu barnaklámi, því barnaklám er ógeðslegt.
Já, þetta er brot á höfundarlögum. Það er alvitað. En þetta buisness módel sem er notað til að selja er orðið að mestu úrelt. Fólk vill ekki kaupa heila tónlista diska út í búð. það vill kaupa eitt, tvö lög á netinu af einum disk. Bull að borga fyrir diskinn allan fyrir tvö lög.
Múgison er t.d byrjaður á þessu, ITunes, Amazon. Tónlist.is?
Netið er þægilegasta leiðin til að nálgast tónlist og kvikmyndir. En ekki er verið að gera það auðvelt að nálgast það löglega. Því allir vilja græða. Ef það er ekki hægt að fá tónlist eða kvikmynd án DRM þá reddar maður sér því ólöglega. ég vil kaupa tónlist sem ég get notað í öllum mínum græjum án vandræða.
Tryggvienator, 1.2.2008 kl. 15:49
Fólk er bara gjörsamlega blint fyrir því að þetta er hreinn og beinn þjófnaður. Menn réttlæta þetta fyrir sér á ýmsan hátt, úrelt buisness módel, allt of dýrir diskar, menn vilja bara stök lög. Allt helvítis kjaftæði. Þetta er þjófnaðu, punktur.
Og staðreyndin er sú, Tryggvi, að ef þú vildir kaupa stök lög, þá myndirðu gera það. En þú gerir það ekki. Og það á við um flesta. Það er hægt að nálgast stök lög fyrir slikk á iTunes, tonlist .is o.fl. stöðum. Þetta eru bara afsakanir.
Ég pirra mig stundum á því að það skuli bara vera selt smjör í stórum fjölskyldupakkningum. Mig vantar bara smör af og til í litlu magni. Er í lagi að ég steli smjörpakka úr búðinni vegna þess að það eru bara til stórar pakkningar og mig vantar bara smá?
For the record... þá dánlóda ég líka. Þoli bara ekki tvískinnungsháttinn í fólki. Þetta er lögbrot og það vita það allir.
Zoidberg (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.