Má þá ekki tala í bíl?

Ef það er innihald samtalsins sem skiptir málið, má fólk þá yfir höfuð tala saman í bíl? Tvær manneskjur að spjalla saman í bíltúr. Hlýtur að vera hættuleg blanda.
Hvað með útvarpið. Augljóslega má ekki hafa kveikt á útvarpinu. Það gæti komið háalvarlegt lag eða umræður sem gætu truflað bílstjórann. Hmm banna líka stór auglýsingaskilti hjá vegum. Það gæti truflað bílstjórann. Bönnum líka flotta bíla, það truflar. Enga sól, hún truflar. Burt með veðrir í heild. það truflar.
Og svo er best að aðlaðandi einstaklingar haldi sig innandyra. Þeir mega ekkert sjást í umferðinni, hætta er að bílstjóri truflast af ást.

Held að það væri auðveldara að fjarlægja bara bílstjórann.


mbl.is Handfrjálsir farsímar hættulegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Góður punktur með samræðunar í bílnum. Þær draga ekki síður athygli frá en sími. Það ætti að gera könnun á því. Það er þó hægt að leggja á símann. Ef að maður bæði manneskju í bílnum að þegja, þá gæti samtalið jafnvel hitnað ogdregið enn meiri athygli frá veginum.

Sigurður Jökulsson, 20.12.2007 kl. 13:31

2 identicon

Er ekki spurning um að fólk þurfi að ganga í gegnum svona "multitasking próf".. ef það stenst það ekki þá fær það ekki að keyra... þar sem að það er ákveðið multitask að keyra um leið og öll þessi áreyti skella á manni um leið....

Una Kristín (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 16:05

3 identicon

Já mjög sammála þessu! Samræður almennt valda sama athyglisbrest og að tala í símann eða ekki að tala í símann. Það er að segja bara ef einhver er í bílnum sem maður er að tala við. Þetta er ekki spurning um að breyta lögum um hitt og þetta heldur er þetta spurning um það að vera varkár og keyra varlega. Fátt sem hægt er að gera annað.

Guðmundur (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 16:42

4 identicon

Hvað með gamalt fólk og fatlað ? allir vita að það fólk er svifaseint og líklegra til að gera mistök, samt leifum við þeim að keyra ? er ekki málið að reyna að finna hin gullna meðalveg í bönnum og boðum, við vitum að samtal í handfrjálsan búnað er sambærilegt við samtal við t.d. farðega, ekki bönnum við það, og við vitum af áhættuni á að láta eldra fólk keyra, og samt leifum við þeim það

siggi (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tryggvienator
Tryggvienator
I´m the dog´s bollocks.

Simon asks...

á að leggja niður vörugjald?

Nýjustu myndir

  • asshole
  • ...zombiejc
  • ...men
  • ...honk_canada
  • Freddy vs. Jason
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband