12.12.2007 | 10:23
Max raftæki.
Ég tók mig til og ætlaði í Kringluna um hálf 7 í gær kveldi, taka mig til og versla aðeins til 10. Gera smá jóla innkaup, klára dæmið tímanlega. But noooOOOOoooo. Kringlan er víst ennþá bara opin til 18:30 þannig að ég fór í smá fíluferð, ásamt mörgum öðrum sýndist mér. Það var soldið af fólki í kringlunni. EN ég tók mig til og kíkti í MAX raftæki í Holtagörðum. Hver nennir að fara í Kauptún í garðabæ? Ekki ég, ég fer sko bara í Holtagarða og er snöggur að því... Þetta er barasta ágætisverslun verð ég að segja. Svona eins og Elko bara betra verð og kannski meira úrval. Mættu merkja vörurnar aðeins betur. Og afgreiðslufólkið er soldið ljótt.... Bílastæðið er fáranlegt... búðin er of stór... hátt til lofts... Byggingin er hálfkláruð... en verðið er gott. Xbox leikirnir eru ódýrastir í Max sýnist mér. Leikur sem kostar 7000kr í BT kostar um 5600 í Max. Go MAX to the Max...
Simon asks...
á að leggja niður vörugjald?
Tenglar
Bullarar
Aðrir bloggarar
- Sigga og Gestur Miðjarðarhafs sjóræningjar
- LittleMissly
- Nördarnir
- Ritstífla
- Hjördís
- Tezla
Annað
Annað dóterí
- Picasa vefmyndsvæði Myndsvæði mitt. Fremur tómt eins og stendur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 766
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála, þetta er fínasta verslun.
Þeir þurfa þó að fríkka upp á heimasíðuna sína. Pirrandi að þurfa að hringja eða mæta á staðinn til að ath. verðið hjá þeim.
Einar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.