Uppþvottavél R.I.P.

Uppþvottavélin sem hefur fylgt mér í gegnum lífið síðustu 15 árin hefur gefið upp öndina. Þessi vél var sú fyrsta sem kom á heimili foreldra minna fyrir 15 árum. Hún þjónaði tilgangi sínum sem. Kvartaði og kveinaði aldrei, þvoði bara og þvoði á hverjum degi í 15 ár. Margir diskar, glös hnífapör og pottar hefur hún þvegið þegjandi með sápu.
Hún var traustur vinnukraftur og öflugur aðili sem var hluti af lífi mínu í 15 ár. Þessi 15 ár voru góð. Aldrei var farið illa með hana. Þó stundum var illa skolað af diskum þá kvartaði hún aldrei. Hún sagði ekki orð þegar foreldrar mínir ákváðu að skipta henni út fyrir yngra módel. En eins og oft með þessar ungu þá kunni hún bara alls ekkert að þvo. hún þurfti víst að gera eins og allir Evrópubúar og spara vatn, og svo þurrkaði hún svo illa. Ég tók gömlu þvottavélina fegins hendi með mér í Rauðásinn þar sem hún var í afslappaðri vinnu, þvoði aðeins tvisvar í viku. Rólegt líf á elli árunum.
Síðasta sunnudag gaf hún blessunin upp öndina.
Henni verður sárt saknað.


P.S.
Ég er EKKI að fara borga einhverjum viðgerðargaur 8000 kall bara fyrir að koma og kíkja á hana.
Uppþvottavélin kaus að engar lífgunartilraunir væru gerðar á henni.

Megi hún hvíla í friði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tryggvienator
Tryggvienator
I´m the dog´s bollocks.

Simon asks...

á að leggja niður vörugjald?

Nýjustu myndir

  • asshole
  • ...zombiejc
  • ...men
  • ...honk_canada
  • Freddy vs. Jason
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband