4.9.2007 | 09:05
Hnerr!!
Ég er búinn að vera lasinn síðastliðnu daga. Held að veikin hafi látið á sér kræla fyrst á laugardeginum. Ég tók mér frí í vinnuna í gær. Svaf og svaf og svaf. Spilaði svo tölvuleiki og drakk Appelsín.
Það er ekkert gaman að vera veikur. Maður er kraftlaus, orkulítill, kyndaufur og lítur út eins fimm daga gamall afturkreistingur.
En maður er nú allur að skána held ég.
Svo mikið að skána að ég ákvað að kíkja í vinnuna 5 mín í átta. Big mistake... Ég náði að smeygja mér inn í umferðina rétt hjá Ártúnsholtsbrautinni og var svo um 25 mín á leiðinni í vinnuna. Það tekur mig venjulega 10 mín.
Getur þetta námsfólk ekki farið og áttað sig á því að það ræður ekkert við þetta nám. Getur það bara ekki hætt að mæta í skólann svona snemma. Sér það ekki tilgangsleysið í námi? Vill það ekki frekar eiga smá pening í vasanum? come on námsfólk! hættið að stífla göturnar. drop out.
Simon asks...
Tenglar
Bullarar
Aðrir bloggarar
- Sigga og Gestur Miðjarðarhafs sjóræningjar
- LittleMissly
- Nördarnir
- Ritstífla
- Hjördís
- Tezla
Annað
Annað dóterí
- Picasa vefmyndsvæði Myndsvæði mitt. Fremur tómt eins og stendur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 766
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Spurning hvort að það eigi ekki bara að láta skólana byrja klukkan níu, svona a.m.k. hjá "fullorðna" skólafólkinu - það myndi jafnvel létta aðeins á álaginu... en svo er örugglega einhver faktor sem ég er að gleyma að taka inn í myndina
Una Kristín (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.