27.6.2007 | 18:02
Svefn og smá sumarplan.
Eftir að ég byrjaði í sumarfríinu mínu þá hef ég tekið eftir því að ég virðist sofa eitthvað óvenju mikið. Ég vakna til að éta, skíta, þvo mér og sinna vissum erindum. Ég held að þetta sé vegna þess að ég er ekki að drekka kaffi. Ég drakk um svona 4 bolla á dag þegar ég var að vinna en núna sama sem ekkert kaffi. Spurning hvort þetta séu fráhvarfs einkenni... Ég hélt að þau myndu koma í formi höfuðverks.
Anyhoo... ég er á leiðinni hringinn í kringum landið með minni heitelskuðu.. Og munum við stoppa á þremur stöðum og sofa á þeim. Spurning hvort hún verður mín heitelskaða eftir þessa ferð... djók...
En já, við munum gista á 3 mismunandi hótelum, Á Akureyri, rétt hjá Egilstöðum og svo Höfn í Hornafirði. Það verður gaman að fara hringinn, komast aðeins af malbikinu og úti í græna náttúru... kannski bláa náttúru... lúpínan er víst út um allt. Taka myndir, liggja í sól, drekka bjór, éta kjöt og reka við. Hljómar eins og sumarfrí.
Anyhoo... ég er á leiðinni hringinn í kringum landið með minni heitelskuðu.. Og munum við stoppa á þremur stöðum og sofa á þeim. Spurning hvort hún verður mín heitelskaða eftir þessa ferð... djók...
En já, við munum gista á 3 mismunandi hótelum, Á Akureyri, rétt hjá Egilstöðum og svo Höfn í Hornafirði. Það verður gaman að fara hringinn, komast aðeins af malbikinu og úti í græna náttúru... kannski bláa náttúru... lúpínan er víst út um allt. Taka myndir, liggja í sól, drekka bjór, éta kjöt og reka við. Hljómar eins og sumarfrí.
Simon asks...
á að leggja niður vörugjald?
Tenglar
Bullarar
Aðrir bloggarar
- Sigga og Gestur Miðjarðarhafs sjóræningjar
- LittleMissly
- Nördarnir
- Ritstífla
- Hjördís
- Tezla
Annað
Annað dóterí
- Picasa vefmyndsvæði Myndsvæði mitt. Fremur tómt eins og stendur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.