21.6.2007 | 11:18
20. júní var skemmtilegur dagur.
Fyrir mig allavega. Ekki Sollu. Ég virðist alltaf getað séð björtu hliðarnar á því þegar hlutirnir fara ekki eins og maður planar. Eins og t.d. í gær. Ég þurfti að fara í nokkrar búðir og Solla kom með. Til að byrja með var ég í furðulegu skapi. Mr Grumpy so to speak. Byrjuðum að fara í Markið til að skoða fjölþjálfa og lóð, einn fjölþjálfi og lóðin af skornum skammti. Grumble Grumble... Fórum svo í tölvulistann af því að mig vantaði Twisted pair kapla, RJ45 tengi og svo töng fyrir þetta helvíti.. þurfti að bíða í svona 10 mín eða svo en þeir áttu það ekki.
Þeir bentu mér á verkstæðið hliðin á. Ég fór þangað og neyddist til að hlusta á fertuga rauðhærða kellingu ræða við afgreiðslumanninn um World of Warcraft og hvernig tölvan hennar var ekki að duga nógu vel í leikinn og hvernig sonur hennar hafi eytt öllum fermingarpeningnum í tölvu sem var ekki með nógu gott skjákort... aðrar 10 mín...
jæja loksins hélt hún kjafti og ég spurði um töngina en hún var ekki til sölu hjá þeim og þeir bentu mér á búðina Örtækni. Búðin Örtækni er ekki til á neinu korti. Hún er vel falin innan íslenska götukerfisins. Sá sem finnur þessa búð mun öðlast eilíft líf. One ring to rule them all og allt það. Mikið mál að finna búðina. Ég fann hana! Reyndar eftir að ég gafst upp, lenti í umferðaröngþveiti við sæbrautina. Ég hringdi í Einsa og fékk gjörsamlega tilgangslausar upplýsingar um staðsetninguna.
En ég neitaði að gefast upp. Solla var farinn að örvænta og orðin soldið flótarleg í útliti, þannig að ég læsti öllum hurðum í bílnum og gaf í. En já, ég fann búðina. En ég var of seinn, hún er víst bara opin til fimm og klukkan var orðin hálf sex..
En jæja, þá næsta búð. Förum í Ikea, en keyrum fyrst smá spotta í átt að Álverinu fyrst óvart, snúum við og komumst loks í Ikea. Kaupa stóla sko, borðstofustóla. Fundum þá eftir hálftíma göngu í gegnum búðina, en þeir voru víst ekki til á lager. Solla var að gefast upp, hún var svöng og þreytt. Ég nærðist á þjáningu hennar.
Jæja, matur... klukkan um hálf átta. Henni langar í Taco Bell en ég nennti ekki að snúa við. Málið er smá rætt fram og til baka, en ég er að keyra bílinn þannig að ég ræð. Kíkjum á blásteinn en grillið er horfið, endum á því að panta pizzu.
Pizza er góð í magann.
Update...
Ég var að átta mig á því að ég get fengið snúrurnar, töngina og RJ45 tengin hérna í vinnunni bara... Í skápnum hérna rétt hjá mér sko... ég get næstum því teigt mig í hann...
Þeir bentu mér á verkstæðið hliðin á. Ég fór þangað og neyddist til að hlusta á fertuga rauðhærða kellingu ræða við afgreiðslumanninn um World of Warcraft og hvernig tölvan hennar var ekki að duga nógu vel í leikinn og hvernig sonur hennar hafi eytt öllum fermingarpeningnum í tölvu sem var ekki með nógu gott skjákort... aðrar 10 mín...
jæja loksins hélt hún kjafti og ég spurði um töngina en hún var ekki til sölu hjá þeim og þeir bentu mér á búðina Örtækni. Búðin Örtækni er ekki til á neinu korti. Hún er vel falin innan íslenska götukerfisins. Sá sem finnur þessa búð mun öðlast eilíft líf. One ring to rule them all og allt það. Mikið mál að finna búðina. Ég fann hana! Reyndar eftir að ég gafst upp, lenti í umferðaröngþveiti við sæbrautina. Ég hringdi í Einsa og fékk gjörsamlega tilgangslausar upplýsingar um staðsetninguna.
En ég neitaði að gefast upp. Solla var farinn að örvænta og orðin soldið flótarleg í útliti, þannig að ég læsti öllum hurðum í bílnum og gaf í. En já, ég fann búðina. En ég var of seinn, hún er víst bara opin til fimm og klukkan var orðin hálf sex..
En jæja, þá næsta búð. Förum í Ikea, en keyrum fyrst smá spotta í átt að Álverinu fyrst óvart, snúum við og komumst loks í Ikea. Kaupa stóla sko, borðstofustóla. Fundum þá eftir hálftíma göngu í gegnum búðina, en þeir voru víst ekki til á lager. Solla var að gefast upp, hún var svöng og þreytt. Ég nærðist á þjáningu hennar.
Jæja, matur... klukkan um hálf átta. Henni langar í Taco Bell en ég nennti ekki að snúa við. Málið er smá rætt fram og til baka, en ég er að keyra bílinn þannig að ég ræð. Kíkjum á blásteinn en grillið er horfið, endum á því að panta pizzu.
Pizza er góð í magann.
Update...
Ég var að átta mig á því að ég get fengið snúrurnar, töngina og RJ45 tengin hérna í vinnunni bara... Í skápnum hérna rétt hjá mér sko... ég get næstum því teigt mig í hann...
Simon asks...
á að leggja niður vörugjald?
Tenglar
Bullarar
Aðrir bloggarar
- Sigga og Gestur Miðjarðarhafs sjóræningjar
- LittleMissly
- Nördarnir
- Ritstífla
- Hjördís
- Tezla
Annað
Annað dóterí
- Picasa vefmyndsvæði Myndsvæði mitt. Fremur tómt eins og stendur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Getur teygt þig í þetta í vinnunni... öss!
ALLTAF að byrja á að athuga hvað er til staðar í vinnunni ALLTAF!
Una Kristín (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.