Sjónvarpsglápið

Ég er ein af þessum sem hefur gaman að því að horfa á Imbakassann með poppi eða snakki. Það er nú ágætis afþreying. Það er aftur á móti ekki góð afþreying að neyðast til þess að þurfa að laga lífið að dagskrá sjónvarpsins eða að vera neyddur að horfa á helling af auglýsingum í miðjum þætti. Það drepur niður alla stemningu. Og að auki hata ég sérstaklega langar og leiðinlegar auglýsingar. Eins og t.d. "Við elskum fótbolta" frá Landsbankanum eða allar þessar bílaauglýsingar eða tryggingarauglýsingar. Um leið og auglýsing kemur í sjónvarpi þá slekk ég sjálfkrafa á hljóðinu í imbakassanum. Auglýsingar eru sjón og hljóðmengun fyrir mér. Ég horfi ekki á þær og verstu og lengstu auglýsingarnar valda því að ég fer að fyrirlíta auglýstu vöruna eða fyrirtækið.

 
En internetið kemur manni nú til bjargar. Eins og flestir ættu að vita, þá er hægt að nálgast helling af kvikmyndarefni á netinu. Hvort það séu þættir eða bíómyndir. Ég nýti mér internetið til fulls. Ég sæki mér mína uppáhalds þætti á netinu. Horfi svo á þá í imbakassanum mínum þegar ég vil og án allra auglýsinga. Set á pásu þegar ég þarf og hef val hvað ég horfi á hverju sinni. Nokkrir miðlar hér á íslandi bjóða upp á svipað dæmi. Eins og til dæmis Skjárinn. Þar er hægt að leigja kvikmyndir í gegnum skjáinn og finna þætti til að horfa á. En þættirnir sem eru í boði eru því miður bara íslenskir og ekki það besta sem er í boði. Ég myndi veðja að Skjárinn myndi fá stóraukið áhorft ef erlent efni væri sett þarna inn. Ég myndi allavega borga fyrir það að horfa á þátt án auglýsinga og hafa þann möguleika að setja á pásu þegar það hentar mér.

Dagskrá sjónvarps er úreld aðferð. Nýta ætti tæknina sem er í boði til að bjóða íslendingum að fá að horfa á það sem þeir vilja, hvenær sem þeir vilja það og ÁN auglýsinga. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tryggvienator
Tryggvienator
I´m the dog´s bollocks.

Simon asks...

á að leggja niður vörugjald?

Nýjustu myndir

  • asshole
  • ...zombiejc
  • ...men
  • ...honk_canada
  • Freddy vs. Jason
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 775

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband