23.5.2007 | 08:50
10 ár.
Ég fékk símtal frá fyrrverandi skólafélaga úr M.S. í gær. Það eru víst 10 ár síðan ég útskrifaðist þaðan.
Reunion á næstunni, allir að mæta og metast hve langt þeir hafa náð í lífinu, hverjir risu og hverjir sukku í leðjuna.
1997 var víst árið sem ég útskrifaðist og það munaði litlu að það hefði ekki verið það ár sko. Ég tók eitt fall með mér úr menntó, Þýskuna. Ég kynntist víst Rammstein og þýskum klámmyndum aðeins of seint.
Fólk segir oft að menntaskólaárin séu þau bestu sem maður upplifir og ég er nokkuð sammála því. Maður kynntist nýju fólki, nýrri reynslu, færð bílpróf, prufar áfengi í fyrsta skipti, byrjar að reykja og riðlast. Sumir jafnvel fyrr..
10 ár síðan... Shit. Það er nú ekki mikið sem maður hefur komið í verk á þessum 10 árum þannig séð. Ekki að ég sé að kvarta sko. Ég er nú háskólamenntaður, á mína eigin íbúð, bíl og tonn af dóti. Er í föstu sambandi og hef ferðast aðeins. Aldrei sokkið í neina gryfju, né gert mistök sem ég sé alvarlega eftir. Á góða vini og vandamenn. Frekar sáttur við lífið bara. Stefni nú að koma mér út í geiminn áður en yfir líkur... vonandi fyrir eftirlaunaaldurinn. Kíkja í geimhótelið sem stefnt er að byggja... ennþá nörd...
Simon asks...
Tenglar
Bullarar
Aðrir bloggarar
- Sigga og Gestur Miðjarðarhafs sjóræningjar
- LittleMissly
- Nördarnir
- Ritstífla
- Hjördís
- Tezla
Annað
Annað dóterí
- Picasa vefmyndsvæði Myndsvæði mitt. Fremur tómt eins og stendur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.