Friðhelgi einkalífsins

Ég veit að lögreglan meinar vel og lofar að notkun þessara véla muni ekki brjóta á rétti fólks, en ef ég þekki mannskepnuna rétt þá mun það gerast. Lögreglan líkt og við flest hin er mennsk. Ég á vel von á því að þessar vélar eiga eftir að vera notaðar til að rjúfa friðhelgi einkalífsins á einn eða annan hátt. Hvort það verður af lögreglu eða þeim sem eiga efni á að kaupa sér svona vél, eins og t.d. Papparati eða internet pervs.

En tæknikunnátta lögreglu heldur áfram að batna. Radar til að skynja ofsaakstur, áfengismælar, hlerunartæki, mannvæn vopn og núna fljúgandi myndavélar. Ég bara held að framtíðin er núna. Allt gert til að vernda almenninginn fyrir sjálfum sér. Spurning hvort stóri bróðir er aðeins farinn að láta sjá sig í Bretlandi? Ef ég man rétt þá er fjöldinn allur af myndavélum í Bretlandi sem fylgist með landanum og meirihluti Bretlands er því fylgjandi.  Mér væri sama þó að eftirlitsvélar væru hérna út um allt á Íslandi, svo lengi sem engin væri nú beind inn til mín auðvitað.


mbl.is Fjarstýrð smáþyrla til lögreglueftirlits
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Það hlýtur að þurfa leyfi til að fljúga svona tæki í fjölbýli, ég efa það að papparazzi eða nokkur sem hefur ekki mjög sérstök réttindi fái leyfi til að fljúga þessu um götur borgar, það gæti verið beinlýnis hættulegt.

í sambandi við stóra bróður: Ég er búsettur í london, þarsem það eru yfir 400 þúsund öryggismyndavélar í einkaeigu. Ég segi fyrir mitt leiti að öryggi er mikilvægara en einkalíf..

Þú kvartar ekki yfir að það sé verið að troða á friðhelgi einkalífs þíns þegar þú ert rændur úti á götu. En líkurnar á því að þú sért rændur minkar stórlega þarsem myndavélar eru í hverju horni, eins og t.d. í kringum lestarstövarnar.

Því segi ég: fleiri myndavélar takk!! 

Svo er stóri bróðir bara vænissjúkur dagdraumur.

það hefur enginn áhuga á því hvað venjulegt fólk er að gera öllum stundum. Það er enginn sem fylgist með öllum myndavélunum, nema kanski í Tesco metro búðunum, þarsem fólk afgreiðir sig sjálft.

Viðar Freyr Guðmundsson, 23.5.2007 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tryggvienator
Tryggvienator
I´m the dog´s bollocks.

Simon asks...

á að leggja niður vörugjald?

Nýjustu myndir

  • asshole
  • ...zombiejc
  • ...men
  • ...honk_canada
  • Freddy vs. Jason
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 784

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband