Gaman að vakna

Sérstaklega á mánudagsmorgni rétt fyrir 7. Það er eitthvað svo hressandi þegar maður vaknar og maður kemst að því að rafmagnið sé farið af húsinu. Maður er rifinn út úr rúminu fyrir 7 til að athuga rafmagnið. Svo eitthvað afskaplega hressandi að klæða sig í köld fötin og rölta hálfblindur, nuddandi stírurnar úr augunum svona snemma á morgnana. Sérstaklega gaman að fara svo út og þurfa að skafa af bílnum.
Ég er mjög þakklátur fyrir að ég á gaseldavél og gat þess vegna fengið mér kaffi og að ég er með sætishitara í bílnum... heitur rass bætir allt.

Fyndið..

Eitt blogganna minna var byrgt í Blaðinu sem kom út 15 sept. Hvernig er það, á ég ekki að fá einhvern pening fyrir þetta, svona .05% af hagnaði blaðsins? mér finnst það bara mjög sanngjarnt. Þetta blogg mitt "Að vera nörd" var byrgt undir heitinu "Af nördum" þannig að það er búið að ritskoða titillinn líka.
Ég hugsa að ég hætti bara í minni vinnu og fari í fulla vinnu við að skrifa blogg. Ég er víst svo góður.

 


Að vera nörd.

Ég er nörd, er það ennþá, spilaði meira að segja roleplay spil þegar ég var yngri. Íslenskt roleplay, Askur Yggdrasil og D&D og fleira..  Ágætis skemmtun verð ég bara að segja. Spila nú ennþá roleplay en bara í tölvuleikjunum. Maður heldur áfram af stunda sömu áhugamálin og þegar maður var yngri
Ágætt að þessi mynd hefur svona jákvæð áhrif á spilun fólks. Mér finnst eins og það hafi verið skortur á nördum á Íslandi. Svo er nú líka talið að spilun Roleplay sé góð þjálfun fyrir hugann. Hjálpar manni kannski ekki alveg með dömurnar, en þær koma seinna. Just add beer.
mbl.is Astrópía eykur áhuga á nördaspili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ninja Gaiden Black

Fékk mér þennan leik fyrir um tveimur dögum. Solla er að hóta að flytja út og þumalputti vinstri handar er orðinn afmyndaður. Ég mun byggja upp mitt sigg aftur á hendinni og ná að koma mér aftur í fyrra leikjahorf... verð að ná upp æfingu og þoli... Verð að komast á sama stig og þegar ég var í námi...


Harmony 890

Ég fékk mér fyrir stuttu universal fjarstýringu. Nánar tiltekið Harmony 890 frá Logitech.
Þessi fjarstýring svínvirkar. Stuttu eftir að ég var búinn að fá hana og fullhlaða, þá gat ég stjórnar sjónvarpinu, græjunum, myndlyklinum og xbox 360 leikjavélinni með einni fjarstýringunni. Ég hefði örugglega getað stjórnar xbmc ef ég hefði ekki verið með "Xbox remote Compatilbe". Skynjarinn er í einhverjum vandræðum með að skynja geislann frá fjarstýringunni.
En já allt svínvirkar. Skipti yfir á xbox360, þá breytir hún um rás á sjónvarpinu, skiptir um output í græjunum og ryksugar gólfið.... hmmm ætli ég geti stjórnar roombunni með þessu?

Það var frekar auðvellt að stilla fjarstýringuna. bara plug og play, skrifa niður tegundir á tækjum og Harmony fjarstýringin þurfti aðeins að ræða málin við fjarstýringuna að sjónvarpinu.
Gamlir vinir held ég bara... voru bekkjafélagar í menntó... Harmony fór í háskólann... Sjónvarpsfjarstýringin varð ófrísk... þið þekkið þetta...


Hvað með konur?

Það stendur bara í þessari frétt að menn, KARLMENN, séu greindari en apar. Þýðir það þá að konur séu ekki greindari en apar?  Ég held það sko. Þetta sannar endanlega að karlar eru greindari en konur. Heilinn stærri og allar þessar upplýsingar. Loksins er þetta komið á hreint!

Byrjið skítkastið núna. 


mbl.is Vísbending um að menn séu gáfaðri en apar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórhættulegt tæki.

Hvernig verður þetta núna í umferðinni. Fólk keyrandi með annarri hendinni og með símann í hinni. Enginn að fylgjast með veginum, allir bara að stara á einhvern síma?
Og svo verða heyrnalausir komnir líka með þetta í umferðinni, ein hendi um símann og hin notuð til að blaðra. Engin hendi á stýrinu!!! Guð hjálpi okkur!
mbl.is Síminn dreifir 3G símum til heyrnarlausra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýnir bara fram á eitt..

Að það er ekki gott fyrir Japani að fara snemma á fætur. Þó við segjum öll vera að sömu tegund þá eru nú smá munur á okkur öllum, hvítum, svörtum, brúnum og gulum.
Þessi rannsókn var gerð í Japan, þannig að það má vel álykta að þátttakendur hennar hafi verið af japönskum uppruna.
Svo vantar nauðsynlega meiri upplýsingar um þessa rannsókn og hlekk í upprunulegu greinina.
mbl.is Óhollt fyrir hjartað að fara snemma á fætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Tryggvienator
Tryggvienator
I´m the dog´s bollocks.

Simon asks...

á að leggja niður vörugjald?

Nýjustu myndir

  • asshole
  • ...zombiejc
  • ...men
  • ...honk_canada
  • Freddy vs. Jason
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband