Heimkoma

Jæja, ég er kominn aftur úr minni hringferð. Farið var norður til Akureyrar og gist á Eddu hótel þar eina nótt. Veðrið norður var mjög gott. Heiðskýrt, bjart og algjörlega rigningarlaust. Ferðin gekk átakalaust fyrir sig næstum því. Þegar komið var að Akureyri, þá lenti ég í smá vandræðum. Það var verið að leggja nýjan veg við akureyri og mikið ryk þyrlaðist upp við gerðina. Maður sá ekki metra fyrir framan sig. Svaka fjör. Gistingin á Akureyri var ánægjuleg fyrir utan eitt. Það eru víst hnakkar út um allt land. Eins og sjúkdómur hefur þessi lágmenning smitast um allt land. Sorgleg staðreynd.
Haldið var svo í átt að Mývatni og yfir til Egilsstaðar og svo loks til Seyðisfjarðar.
Þar var haldið í lítið kot um 9 kílómetra frá bænum. Mitt litla bílakríli komst ekki alla leiðina því miður. Þrjár ár eru á leiðinni og minn bíll myndi aldrei ráða við þær, þannig að hoppað var í jeppa hluta leiðarinnar.

SkálanesHúsið, Skálanes, sem gist var í, var ansi gamalt en mjög kósý. Nokkrar skondnir íbúar hafa gist þar víst. Þegar núverandi eigendur tóku við húsinu voru veggir þess víst þaktir myndum af öskrandi andlitum.... Og sumir hafa horfið sportlaust þaðan... spooky. Grindverk og garður er svolítið sérstakur. Rekaviður og steinar negldir við steina.

Skondið var nú samt að komast að því að frændfólk Jón Péturs félaga míns á þessa eign. Ég hitti einmitt gamlan nördafélaga, Óla. Nokkuð fyndið að rekast á hann þar, en hann er víst ættaður þaðan og býr þar enn.
Setið var að sumbli og slakað á í sólu eftir komu og borðað góðan mat. Aldrei þessu vant þá naut ég þess að borða fisk og súpu... meira að segja fiskisúpu..

Ástæða komu minnar hingað var sú að það var smá ættarmót í gangi. Dætur Árna, föður Sollu kærustu minnar, voru þar samankomnir, ásamt mökum og systkinum Árna,  um 14 manns með börnum í allt.
Við vorum þarna frá sunnudegi fram á miðvikudag. Farið var í gönguferðir, bátsferð, drukkið bjór og étið. Bara helvíti gaman verð ég að segja.
Veðrið fór því miður versnandi á þriðjudeginum og rigndi víst smá, en það varð víst hellidemba eftir að ég og Solla hófu okkar ferð suður á bóginn, á leið heim.
Á heimleiðinni gist á Foss Hóteli hjá Höfn í Hornafirði eina nótt. Ekki jafn flott herbergi og Eddu hótel á Akureyri og matseðillinn var ansi dýr. Fleiri stöðvar í sjónvarpinu samt...
Á leiðinni heim var kíkt í Jökulárslón en því miður var víst ansi mikið þoka þar og sást ekki mikið en ég náði samt ágætis myndum. Kíkt var á Hjörleifshöfða, skógarfoss og Reynisdranga. Og mjög flott verð ég að segja.
Ég spilaði víst smá túristann í þessari hringferð minni.
Ansi langt síðan ég fór hringinn síðast, meira en 16 ár örugglega.
Mér langar að kíkja meira út á land á næstunni. En því miður á ég bara tvær vikur eftir af mínu fríi. Held að ég eyði þeim sofandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkominn aftur í menninguna - en þarf ekki að böggast of mikið yfir hvað er langt síðan þú fórst hringinn... sumir eru að nálgast fertugsaldurinn og enn ekki búnir að fara :S

Una Kristín (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tryggvienator
Tryggvienator
I´m the dog´s bollocks.

Simon asks...

á að leggja niður vörugjald?

Nýjustu myndir

  • asshole
  • ...zombiejc
  • ...men
  • ...honk_canada
  • Freddy vs. Jason
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 693

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband