Ritskoðun eða frábær leitavél.

Þar sem þetta forrit eltir uppi myndbrot á netinu eftir þörfum þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að ríkistjórn eða bara hver sem er sem hefur aðgang að þessu forriti notað það til að fara fram á fjarlægja efni sem honum finnst óæskilegt. Getur verið gott, getur verið slæmt.  Gæti verið myndir af löggu að berja gaur, gæti verið myndband af brjáluðum bílstjóra að berja lögguna fyrst.
En þetta virkar nú líka sem góð leitarvél. Settu inn leitarskilyrði og vélin leitar að netinu að myndbandi sem uppfyllir þín skilyrði. Heh, ég held að klámiðnaðurinn verður snöggur að nýta sér þetta.

Mér sýnist þetta nú ekki virka með P2P tækni. Þessi frétt gaf nú ekki mikla upplýsingar um virkni þessa forrits en mér sýnist virkni þess vera helst á youtube og svipuðum síðum, þar sem myndefni er deilt beint á netið en ekki í gegnum P2P tækni.



mbl.is Hugbúnaður stöðvar niðurhal á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú eins með alla tækni að það er hægt að nota hana neikvætt og jákvætt. En hættan á því að yfirvöld taki niður efni liggur ekki í tæknilegum möguleikum til þess, heldur lagalegum rétti þeirra til þess. Ég hef allavega meiri áhyggjur af því að þjóðin samþykki bara þegjandi og hljóðalaust (enn og aftur) lög sem gera þeim það heimilt, heldur en að þau noti tæknina í andstöðu við lög. Mín reynsla af yfirvöldum er ekki sú að hún brjóti lög, heldur að lögin heimila þeim einfaldlega að vera fíflin sem þau eru.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 10:12

2 identicon

Forritið virkar á P2P staðla, þám torrent.

Þór (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 12:55

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

verður ekki búið að crakka þetta eins og skot?

DVD diskarnir sem átti aldrei að vera hægt að crakka voru crakkaðir nokkrum mánuðum eftir að sá fyrst kom út.

Fannar frá Rifi, 25.4.2008 kl. 12:56

4 identicon

Mogginn er eins og áður aðeins að klikka á staðreyndum sem er kannski alveg eðlilegt því það er erfitt að koma svona löguðu frá sér á auðskilinn hátt.

Tölvukerfið fjarlægir ekkert sjálft og það getur alls ekki hver sem er sagt að hitt og þetta efni eigi að fjarlægja. Höfunarrétthafar þurfa að gera samning við Eff2 sem sér síðan um að leita á vefnum hvar myndbrot sem höfundarrétthafa hafa beðið um að leitað sé að er að finna. Ef það finnst þá fá höfundarrétthafar tilkynningu um það og verða sjálfir að standa í því að láta taka þeirra efni út. Það sem þeir græða á þessu er að núna hafa þeir fólk í vinnu við að leita að efninu þeirra, en þetta kerfi getur gert það sjálfvirkt.

Hvað krökkun eða dulkóðun snertir þá á það ekki við. Kerfið virkar einfaldlega þannig að það hleður efninu niður og hreinlega horfir á það. Það eru reiknaðir s.k. lýsipunktar út úr hverjum ramma fyrir sig og þessir punktar notaðir til að finna efnið aftur. Lýsipunktarnir eru þess eðlis að þeir eru "ónæmir" fyrir alls konar breytingum, t.a.m. má snúa myndinni, breyta litum og ýmislegt fleira en punktarnir verða eins þrátt fyrir það. Það er s.s. ekkert sett inn í vídeóin sem kerfið finnur... það hreinlega horfir á myndina. Eina leiðin til að "krakka" það væri að breyta myndinni sjálfri heilan helling, en þá er hvort eð er búið að eyðileggja myndina fyrir áhorfendum líka.

Að lokum, hvaða miðill notaður er til að dreifa efninu kemur málinu lítið við. Þeir búa bara til litla "stubba" sem sækja þá efnið í gegnum alla þá möguleika sem þeir vilja skoða, hvort sem það er niðurhal af vefsíðu (http) eða P2P kerfi (torrent eða limewire). Þegar efnið er komið á tölvuna "skoðar" kerfið það. Dulkóðun hjálpar því ekkert þar sem straumurinn er afkóðaður á endanum, annars gætu jú ekki notendur horft á vídeóið.

Það flottasta við þetta hjá þeim er hvað kerfið þolir miklar breytingar á myndastraumnum. Ég sá þá framkvæma tilraun sem fólst í að taka fingrafar af vídeói til að finna, hlaða síðan vídeóinu á youtube, spila það þaðan en taka mynd af skjánum í gegnum webcam. Úr myndinni sem kom í gegnum webcameruna náðu þeir að þekkja aftur myndbandið sem þeir upprunalega tóku fingrafarið af. Eins og Krilli myndi orða það... mjög kúl stöff.

Stefán Freyr (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 18:02

5 Smámynd: Tryggvienator

Jæja gott að fá þetta á hreint. Takk fyrir. Vantaði klárlega meiri upplýsingar í þessa frétt. Mætti vera linkur á nánari efni.

En já, spurning samt hvort þetta hefur einhver áhrif. Miðað við fjölda þess efnis sem er að finna á netinu og þetta er nú það nýjasta í baráttunni við deilingu efnis á netinu, deilendur virðast nú alltaf koma með nýjar lausnir.

En samt sniðug lausn.


Tryggvienator, 25.4.2008 kl. 20:26

6 Smámynd: The Jackal

Ég er á móti flestri ritskoðun og frelsissviptingu.

Alltaf hætta á siðferðislöggunni. Svo ekki sé minnst á aðstæðurnar í Kína.

The Jackal, 25.4.2008 kl. 21:36

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Allt í lagi ef rétthafar nota svona verkfæri til að finna efni og skoða hvort um brot sé að ræða, þeir geta þá kært það eftir eðlilegum leiðum eins og áður hefur verið hægt. En um leið og einhver ákveður að tengja slíkan hugbúnað við einhverja sjálfvirka netsíu er það orðið ritskoðun, í því liggur hættan og spurning hvort ekki sé þörf á eftirliti með hugsanlegri misnotkun fyrst þetta er svona yfirgripsmikið kerfi. Þar sem ekkert slíkt fylgir sögunni leyfi ég mér að efast um að drengirnir hafi hugsað dæmið svo langt þegar þeir voru að forrita þetta annars metnaðarfulla skólaverkefni.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.4.2008 kl. 04:44

8 Smámynd: Fannar frá Rifi

En núna eru margar torrent síður með efnið sem þær senda frá sér marg brotið. það eru kannski 100 til 200 .zip er .rar skjöl sem ein mynd er dreyfð yfir á. Það er nú aðeins vandasamara en það að horfa á mynd sem er ekki sett upp sem mynd. 

Síðan ofan á þetta verður líklegt að yfirvöld t.d. í Kína muni kaupa þetta forrit til þess að fjarlægja allar myndir eða myndbrot af Dalia Lama. svo dæmi séu tekinn.  

Fannar frá Rifi, 26.4.2008 kl. 11:27

9 identicon

Sniðugt forrit, góð æfing í forritun. En þar sem ekki er verið að finna eitthvað sem er falið, þá er verðmætið lítið. Höfundarvarið efni á netinu geta allir nálgast, það er ekkert gert til að fela það. Hvort það taki þá klukkutíma handvirkt að finna hálfa milljón deilenda eða með forritinu hálftíma að finna fimm milljónir gagnast lítið. Deilendur efnisins eru svo margir að rétthöfum kemur ekki til hugar að reyna að stöðva þá alla. Ég athugaði t.d. bíómyndina Jón Oddur og Jón Bjarni, og sá að þar voru yfir 80 deilendur (IP tölur) hérlendis. Hvað eru þá margir að deila vinsælum Bandarískum bíómyndum um allan heim?

sigkja (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 02:25

10 identicon

Get ekki séð að þetta hjálpi við ólöglegt niðurhal af Torrent og P2P... Þar sem "Good.Luck.Chuck.Unrated.DVDRip.XviD.AC3.iNT-DEViSE" er augljóslega afrit af myndinni Good Luck Chuck og þarf ekki eitthverja vél til að ná í þetta til að bera saman originalinn... Á torrent síðum er nokkuð ljóst hvaða efni þú ert að ná í.... Og það gegnur erfiðiðlega að fá svoleiðis síður til að fjarlægja efni þó svo beðið sé um það eða jafnvel kærðir... Vandamálið hér er ekki að finna ólöglegt heldur að stöðva það og þetta forrit gerir það ekki...

Þetta getur virkað á síður eins og youtube og fl. síður þar sem notendur geta sent inn video. Þá er kanki hægt að scanna og biðja aðilana að henda út þeim video'um sem eru höfundarvarin.

Engu að síður þá finnst mér þetta alveg "mega" kúl forrit, eða allavega l´singin eins og það virkar og finnst bara frábært að íslendingar geti verið fremstir í flokki á eitthverju "nýju" 

Einar (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tryggvienator
Tryggvienator
I´m the dog´s bollocks.

Simon asks...

á að leggja niður vörugjald?

Nýjustu myndir

  • asshole
  • ...zombiejc
  • ...men
  • ...honk_canada
  • Freddy vs. Jason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband